fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Ætlaði að deila hjartnæmum brúðkaupsmyndum – Fékk holskeflu ljótra athugasemda

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. október 2021 10:19

Megan er þekkt sem grátandi brúðurin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk brúður deildi nokkrum fallegum og hjartnæmum myndum frá brúðkaupsdeginum. Í stað þess að fá hamingjuóskir fékk hún holskeflu ljótra athugasemda og var fjölskylda hennar sökuð um að þvinga hana í hjónaband.

Megan Livingstonn, 21 árs, gekk í það heilaga í fyrra. Hún deildi nýverið myndböndum frá deginum á TikTok. Í sumum þeirra er hún grátandi, stundum hágrátandi, og segir Megan að þurfi að „normalisera að konur gráti þegar þær ganga upp að altarinu.“

„Hver grét líka upp að altarinu?“ spurði Megan netverja og tók það fram að þetta væru „gleðitár“ frá „tilfinningaríkri brúður.“

@megan_livingstonnWho else cried walking down the aisle? #tearsofjoy #weddingtiktok #marriagegoals #emotionalbride #weddingcrier♬ More Than A Woman – SG’s Paradise Edit – Bee Gees & SG Lewis

Á meðan sumar konur tóku undir með Megan og sögðust sjálfar hafa farið grátandi upp að altarinu þá höfðu margir áhyggjur af henni og óttuðust að hún hefði verið þvinguð í hjónaband miðað við hvernig hún grét.

„Hún lítur út fyrir að vera rosalega sorgmædd, þetta líta ekki út fyrir að vera gleðitár,“ segir einn netverji.

„Var þetta skipulagt hjónaband?“ segir annar.

@megan_livingstonnI promise I was happy and not forced🥰💍✨ ##weddingtiktok ##marriagegoals ##tearsofjoy ##emotionalbride♬ Careless Whisper – George Michael

Í öðru myndbandi svarar Megan fyrir sig og segir að það sé komið gott af ljótum athugasemdum. Fólk var að segja að grátur hennar væri „of mikill“ og að þetta liti út fyrir að vera „þvingað hjónaband.“

Sumir héldu því meira að segja fram að hún hefði „eyðilagt“ brúðkaupsmyndirnar með því að gráta svona mikið.

„Já ég grét upp að altarinu en ég var hamingjusöm. Ég var ekki þvinguð í hjónaband,“ segir hún í öðru myndbandi.

@megan_livingstonnReply to @keathleej022 Here are the pics I “ruined lol for those of you who are new ##weddingtiktok ##marriagegoals ##emotionalbride ##tearsofjoy♬ ily (i love you baby) – Surf Mesa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum