fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Edda Falak fékk viðbjóðsleg skilaboð í kjölfar myndbirtingar – „Ég hika ekki við að nafngreina ykkur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 18. október 2021 15:00

Edda Falak. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttakonan, hlaðvarpsstjórnandinn og áhrifavaldurinn Edda Falak lætur netverja heyra það eftir að hún fékk holskeflu óviðeigandi og ógeðslegra skilaboða í kjölfar myndbirtingar þar sem sést í geirvörtu hennar.

Edda birti myndina um helgina og er óhætt að segja að myndin hafi vakið athygli og umtal. Edda Falak er með 29,8 þúsund fylgjendur á Instagram, en 32,6 þúsund manns sáu myndina í Story hjá henni.

Í kjölfarið „sprakk“ innhólfið hjá Eddu. Ljótur kimi internetsins lét á sér kræla og ofbauð henni svo skilaboðin sem hún fékk að hún fordæmdi þau opinberlega.

„Instagram og myndirnar mínar eru ekki boðskort fyrir þig til þess að áreita mig. Stelpur eru ekki að selja sig eða biðja um neitt. Rúnkaðu þér in private, ekki í inboxinu mínu you little shit,“ skrifar Edda í færslu í Instagram Story.

„Þú færð ekki leyfi til þess að spyrja mig hvað ég kosta þó það sjáist í líkama minn. Kvenfyrirlitningin dónaskapurinn, nauðgunar og ofbeldismenningin hérna á Íslandi er viðbjóðsleg.“

Skjáskot/Instagram

Edda birtir síðan skjáskot úr viðtali „við einhvern mann.“

„Til hvers að vera „sexý“ ef það má enginn „bíta á agnið?“ segir svo einn og allir hrista hausinn.“

„Ég hika ekki við að nafngreina ykkur og taka þessi mál fyrir ef þið getið ekki séð sóma ykkar í því að sýna fólki þá virðingu sem það á skilið,“ segir Edda.

Fjöldi fólks hafa endurbirt færsluna frá Eddu. Meðal annars baráttukonan Kolbrún Birna, áhrifavaldurinn Katrín Lóa og Lenya Rún, frambjóðandi Pírata.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Edda hefur stigið fram og tekið þennan slag. Í febrúar á þessu ári var hún gagnrýnd fyrir að birta „of kynþokkafulla“ mynd og kom af stað byltingu. Yfir hundrað íslenskra kvenna birtu djarfar myndir af sér til stuðnings Eddu.

Hún birtir einnig reglulega færslur á Instagram sem og þessa hér að neðan. „Ég kaupi það ekki að ég þurfi að klæðast fleiri fötum til að vera vel liðin eða tekin alvarlega,“ sagði hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Edda Falak (@eddafalak)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum