fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Edda var gagnrýnd fyrir kynþokkafulla mynd og kom af stað byltingu – Fjöldi íslenskra kvenna birta djarfar myndir af sér

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 16. febrúar 2021 09:07

Edda Falak. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CrossFit-stjarnan og einkaþjálfarinn Edda Falak lætur engan segja sér hvað hún má og hvað hún má ekki gera við sinn líkama.

Edda nýtur mikilla vinsælda á Instagram og er með tæplega 25 þúsund fylgjendur. Hún deilir alls kyns efni á miðlinum, allt frá lyftingarmyndböndum til djarfra mynda.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EDDA FALAK (@eddafalak)

Nýjasta nærfatamynd Eddu, sem má sjá hér að ofan, virðist hins vegar hafa farið fyrir brjóstið á einum fylgjanda hennar sem fann sig knúinn að senda henni skilaboð. Edda vakti athygli á skilaboðunum á Instagram og mætti segja að hún hafi komið af stað lítilli samfélagsmiðlabyltingu í leiðinni. Hún hvatti aðrar konur til að deila djörfum myndum af sér og gefa þessari hugmynd; að það sé ekki viðeigandi fyrir konur að deila svona myndum, puttann í leiðinni.

„Áttu ekki kærasta? Nei frekar áttu ekki foreldra? Það er fullt af fólki að fylgjast með þér og þú tekur enga ábyrgt sem opinber persóna. Þvílíka ruglið,“ voru skilaboðin sem Edda fékk.

„Vávává! Ég er í áfalli hér. Ég deili mínum myndum hvort sem ég á kærasta eða ekki – þú þarft ekki leyfi frá neinum til þess að pósta fallegri mynd af þér. Ég færi aldrei í samband með neinum sem myndi ekki styðja mig í einu og öllu. Ef þú ert í sambandi með einhverjum sem segir þér að myndin sem þú póstaðir sé „of mikið“ þá mæli ég með að senda viðkomandi á Dale Carnagie námskeið eða finna þér einhvern annan sem gerir ekki lítið úr þér,“ segir Edda um skilaboðin.

„Annað í þessu. Farðu varlega þegar þú talar um fjölskyldur annarra. Þessi mynd hefur ekkert með foreldra mína að gera, ég á ekki tvo foreldra eins og margir og þess vegna fóru þessi skilaboð fyrir brjóstið á mér.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EDDA FALAK (@eddafalak)

Svo sagði Edda það sem henni þykir mikilvægast í þessu öllu saman. „Þú deildir mynd af þér, þú elskar hana, og hún kveikir í fólki. Af hverju er það eitthvað til að skammast sín fyrir? You should flatter yourself and do what makes YOU feel sexy. Ég nýt þeirra forréttinda að mér er alveg sama hver sér mig. Ég hvet alla sem eru hjá mér í þjálfun og þá sem ég þekki að taka „naked“ selfie í stöðu þar sem þú upplifir þig SEXY! Ég fæ reglulega skilaboð frá stelpum sem segja að þeim „langar svo að deila þessari mynd en mér finnst hún sýna svo mikið.“ Kallaðu þetta „thirst trap“ eða kallaðu þetta „need for external validation.“ Taktu bara þessu opnum örmum og gerðu það sem þig langar ef það valdeflir þig (e. empowered).“

Edda hvatti aðrar konur til að taka kynþokkafullar myndir af sér og „tagga“ hana. Það er greinilegt að skilaboð Eddu eigi mikinn hljómgrunn meðal íslenskra kvenna.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hefur hún endurbirt hátt í níutíu kynþokkafullar myndir frá öðrum konum í Story á Instagram.

Hér að neðan má sjá nokkrar færslur.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kara Kristel (@karakristel)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Júlíana Lind (@julianaskafta)

DV náði ekki í Eddu Falak við vinnslu greinarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“