fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Sveinn Andri orðinn afi – „Ég skuldbatt mig til að vera besti afi í heimi“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 11:33

Sveinn Andri Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstaréttarlögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson er orðinn afi. Frá þessu greindi hann á Facebook-síðu sinni í dag. Dóttir Sveins, Sara Messíana Sveinsdóttir og kærasti hennar Bjarni Geir Gunnarsson eignuðust stúlkubarn þann fjórða júlí síðastliðin.

Sveinn virðist algjörlega himinlifandi ef marka má bæði myndir og mál hans. Hann segist hafa gert samning við nýfædda barnið um að hann yrði að vera besti afi í heimi og að hann yrði að spilla henni við hvert tækifæri.

„Þann 4. júlí sl., á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, n.tt. kl.13.03, kom í heiminn algerlega fullkomin afastelpa, en þá eignuðust Sara Messíana Sveinsdóttir og Bjarni Geir Gunnarsson sannkallað draumabarn og sólargeisla. Það er hlutlaust mat afa gamla að hér sé á ferðinni fallegasta barn vestan Úralfjalla.

Við litla prinsessan settumst niður og gerðum með okkur samning. Ég skuldbatt mig til að vera besti afi í heimi og hún lýsti því yfir og staðfesti að afi væri langbestur. Við gerðum síðan sérstakan leynilegan viðauka við samning okkar, þar sem ég lofaði að spilla henni og láta alltaf allt eftir henni, þar sem m.a. nammi og ís koma við sögu, og gagnkvæmri óhlýðni heitið við reglur sem foreldrarnir kynnu að setja þar um.

Það sem ég hlakka til þessa nýja áfanga á lífsleiðinni. Lífið er yndislegt og þetta litla hjartagull fullkomnar það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Í gær

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum