fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Ekki gera þessi mistök ef þú ert í atvinnuleit

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 15:13

Mynd: Fréttablaðið/Arnþór Birkisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna kórónuveirufaraldursins má vænta þess að atvinnuleysi á Íslandi fari í hæstu hæðir og raunar eru mjög margir núna á uppsagnarfresti og því í atvinnuleit. Eitt af því sem fólk í atvinnuleit gerir gjarnan er að láta vini og kunningja vita af því að það sé í atvinnuleit og biðja þá um að hafa sig í huga.

Þetta er fullkomlega eðlilegt en mjög margir fara kolranga leið að þessu, leið sem er ekki líkleg til árangurs.

Þetta kemur fram í grein eftir almannatengilinn Andrés Jónsson. Hann segir um þetta tiltekna atriði:

„Mín reynsla er sú að það mælir yfirleitt bara með fólki sem greiði við þann sem er að leita í tiltekið starf og þá eingöngu ef það telur að viðkomandi smellpassi í hlutverkið og muni án efa standa sig vel.

Af þessu leiðir að tímanum er betur varið í að segja fólki, sem þú lætur vita af atvinnuleit þinni, hvað þú getir gert og hvar og hverjum þú teljir það nýtast best. Heldur en að biðja það almennt um að “hafa þig á bakvið eyrað ef það heyrir af einhverju — þú sért opin/n fyrir öllu”.“

Samkvæmt þessu eru það mistök – og líklega mjög algeng mistök – að segjast vera opin(n) fyrir öllu. Mun árangursríkari aðferð sé að skilgreina sterkar hliðar sínar, koma því til skila í hverju atvinnuleitandinn er góður í:

„Það sem skilar yfirleitt bestum árangri í atvinnuleit er að gera raunsanna greiningu á sjálfum sér og um leið greiningu á tækifærunum á markaðnum (makró og míkró) og algengum vandamálum sem margir stjórnendur eru að glíma við um þessar mundir.

Þannig getur maður verið skýrari þegar maður ræðir við fólk um hvers konar virði maður geti skilað fyrirtæki eða stofnun á tilteknum sviðum og í hvers konar hlutverkum.“

Fáir eru að leita að starfsmanni sem er opinn fyrir öllu en flestir leita að einhverjum sem er bestur í tilekið starf. Sjálfsgreiningin kostar mikla vinnu en margborgar sig, að mati Andrésar. Hann segir enn fremur:

„Mín reynsla er að fólk muni aðeins mæla með þér við einhvern sem það þekkir, eða sem það heyrir í, ef það er fyllilega sannfært um getu þína og áhuga á viðkomandi sviði. Þannig gætir fólk eigin orðspors sem holls ráðgjafa með góða dómgreind og þannig man líka það best eftir þér þegar það fær spurninguna:

„Veistu um einhverja góða/einhvern góðan í starf X?”“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun