fbpx
Miðvikudagur 23.september 2020
Fókus

Ótrúleg breyting á John Finlay úr Tiger King

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 11:49

John Finlay í Tiger King.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildaþættirnir „Tiger King“, sem eru aðgengileg á Netflix, hefur tekið heiminn með trompi að undanförnu. Í þeim er meðal annars fylgst með ókrýndum konungi tígrisdýraeigenda í Bandaríkjunum, Joe Exotic, sem á G.W. Zoo. Hann situr nú í fangelsi eftir að hann var dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir að gera tilraun til að ráða leigumorðingja til að gera út af við dýravininn Carole Baskin, einn helsta gagnrýnanda hans.

Sjá einnig: Íslendingar missa sig yfir Tígrisdýra kónginum

John Finlay er fyrrverandi eiginmaður Joe Exotic. Útlit hans vakti mikla athygli í þáttunum, sérstaklega tennur hans, eða skorturinn á þeim þar sem þær voru margar farnar sökum fíkniefnaneyslu.

John hefur tekið ótrúlegum breytingum frá því að heimildaþáttaröðin var tekin upp. Til að byrja með hefur hann látið laga tennurnar sínar, sem hann segir, í viðtali við leikarann David Spada, hafa verið  mjög sársaukafullt.

John Finlay í dag.

„Það geta allir breytt lífi sínu til hins betra. Við getum öll átt betra líf ef við bara leggjum okkur fram og tileinkum okkur jákvætt viðhorf,“ segir John Finlay í viðtali við Variety. Hann hefur nú verið edrú í sex ár.

Netverjar eru að missa sig yfir breytingunum á John Finlay. Hér að neðan má sjá nokkur tíst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Í gær

Bíó Paradís opnar dyrnar fyrir Skjaldborg – „Ótrúlega góð tilfinning“

Bíó Paradís opnar dyrnar fyrir Skjaldborg – „Ótrúlega góð tilfinning“
Fókus
Í gær

Aníta Briem um krefjandi verkefni og kjaftasögur – „Einn ljótasti eiginleiki manneskjunnar“

Aníta Briem um krefjandi verkefni og kjaftasögur – „Einn ljótasti eiginleiki manneskjunnar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppendur Tinder laugarinnar gera upp þættina – Fékk viðurnefnið „hundagellan“

Keppendur Tinder laugarinnar gera upp þættina – Fékk viðurnefnið „hundagellan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Twitter – „Þetta geri ég aldrei aftur“ – „Hvernig umber Kári þetta?“

Vikan á Twitter – „Þetta geri ég aldrei aftur“ – „Hvernig umber Kári þetta?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar – Þú veist hvað þú vilt og ætlar að sækjast eftir því

Stjörnuspá vikunnar – Þú veist hvað þú vilt og ætlar að sækjast eftir því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands

Telur sig vera með stærstu brjóst Bretlands
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aníta Briem byggði einbýlishús í Ameríku en gat ekki hugsað sér að búa þar – Hjartað vildi heim

Aníta Briem byggði einbýlishús í Ameríku en gat ekki hugsað sér að búa þar – Hjartað vildi heim
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ekki er allt sem sýnist – Sjáðu myndirnar

Ekki er allt sem sýnist – Sjáðu myndirnar