fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

COVID setur strik í reikninginn hjá gröðum körlum í Vesturbæ

Jón Þór Stefánsson, Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 20. mars 2020 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir einstaklingar virðast mæla sér reglulega mót í gufubaðinu í Vesturbæjarlaug til þess að stunda kynlíf. Þetta kemur skýrt fram í leynilega Facebook-hópnum Vafasöm Vesturbæjargufa, en í henni eru á annan tug meðlima.

Hópurinn, sem er tiltölulega nýstofnaður, hefur verið virkur undanfarnar vikur, eða þangað til að gufuböðum í sundlaugunum var lokað vegna COVID-19 kórónaveirunnar.

„Ef menn vilja mæla sér mót í gufunni fyrir smá gaman,“ er færsla sem hefur birst reglulega í hópnum. Einnig hafa meðlimir hópsins verið hvattir til þess að ná í fleiri meðlimi og greint stuttlega frá kynlífsreynslu úr lauginni.

„Tottaði einn í hádeginu áðan í gufunni“

Gufunni lokað

Þá hafa meðlimir í hópnum verið spurðir út í hvaða kynlífsathafnir þeir hafi iðkað í Vesturbæjarlauginni. Sumir sögðust hafa fengið rúnk, tott og stundað samfarir í lauginni. Aðrir segjast ekki hafa stundað kynlíf í lauginni, en hafa áhuga á því.

„Tökum eina lauflétta til að koma þessu í gang. Hefurðu stundað kynlíf í Vesturbæjargufunni?“

„Já rúnk, tott og ríðingar.“

„Nei, en hef áhuga á að prófa.“

En Adam var ekki lengi í paradís, því nú snertir COVID-19 kórónaveiran alræmda alla landsmenn, þar á meðal meðlimi hópsins. Meðlimir hópsins hafa þá áhyggjur af veirunni, en líkt og áður kom fram hefur gufuböðum sundlauganna verið lokað vegna hennar. Í nýjustu færslunni í hópnum er því haldið fram að lítið muni geta átt sér stað í núverandi ástandi.

Lögregla kölluð til

Steinþór Einarsson er í forsvari fyrir Vesturbæjarlaug en í samtali við DV segir hann að starfsfólk hafi lítið orðið vart við kynlíf undanfarnar vikur.

„Þessi svæði eru, eins og öll önnur svæði, vöktuð. Þarna eru auðvitað bara ýmsir aðrir gestir og þarna fer starfsfólk reglulega um,“ segir Steinþór, en viðurkennir að erfiðara sé að vakta gufuböðin en önnur svæði. „Það kemur alltaf eitthvað svona upp á annað slagið.“

Steinþór segist ætla að tala við starfsfólk Vesturbæjarlaugar vegna málsins og sjá til þess að það verði á varðbergi:

„Það þarf að vera sérstaklega á varðbergi.“

Steinþór viðurkennir að í svipuðum málum hafi verið kallað til lögreglu og að það væri nauðsynleg viðbrögð.

„Ef eitthvað svona óeðlilegt á sér stað, þá er lögreglan strax kölluð til. Já, ef þú vilt ekki fara eftir reglum sem settar eru þá er lögreglan fengin. Menn hafa ekkert orðið sérstaklega varir við þetta undanfarið.“

Á rætur sínar í bók

Lostafull hegðun í gufunni í Vesturbæjarlaug er ekki ný af nálinni og hefur flökkusaga um þetta gengið svo áratugum skiptir. DV fjallaði um það árið 2017 og var sú saga þá rakin aftur til ferðahandbókar samkynhneigðra, Spartacus. Sú bók mælti með skyndikynnum í Vesturbæjarlaug og svo virðist sem það hafi fest sig í sessi.

Hafliði Halldórsson, fyrrverandi forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, sagði þá í samtali við DV:

„Það hafa komið upp atvik þar sem fólk hefur kvartað og við bregðumst við því. Ef viðskiptavinir verða fyrir óþægindum eða verður misboðið þá höfum við kært menn til lögreglu. Þetta gerist stundum. Þetta gerist í pottunum, þetta gerist í útiskýlunum. Við erum alltaf á vaktinni, þannig að þetta getur verið allskonar. Við erum ekki með gæslu inni í gufuböðunum,“

Þá hafði DV einnig samband við starfsfólk Vesturbæjarlaugar sem sagðist ekki kannast við að kynlíf færi fram innan veggja laugarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni