fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Leynilegur heimur skyndikynna í íslenskum sundlaugum: „Er til í að láta horfa á mig fitla við mig“

Nærri 700 manns eru í lokuðum Facebook-hóp þar sem menn mæla sér mót til að stunda kynlíf á almannafæri. Vesturbæjarlaug er auglýst sérstaklega í ferðabók samkynhneigðra.

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 24. maí 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kíktu í Laugardalslaugina kl. 10 í gufu og ég ríð þér 100%.“ Svo hljóðar nýlegt innlegg inn í lokaða Facebook-hópinn Dogging á Íslandi sem telur tæplega 700 meðlimi. Nafnið á hópnum á rætur sínar að rekja til Bretlands og þýðir einfaldlega sú athöfn þegar fólk stundar kynlíf á almannafæri, oft á tíðum á meðan aðrir horfa á. Inn í hópnum má sjá að algengast sé að fólk mæli sér mót í sundlaugum Reykjavíkur. Vesturbæjarlaug er auglýst sérstaklega í ferðabók samkynhneigðra sem staður fyrir skyndikynni.

Þrátt fyrir fjölda meðlima þá er virkni í Facebook-hópnum ekki ýkja mikil og minnir talsvert á stærri skyndikynna-hópa á Facebook svo sem Kynlíf og ævintýri eða Kynlíf 24/7. Meðlimir í báðum hópum eru mörg þúsund talsins. Þó er ljóst að sumir meðlimir í Dogging á Íslandi sækjast eftir því að stunda kynlífi á almannafæri.

„Er til í að láta horfa á mig fitla við mig í bíl í Heiðmörk seinnipartinn í dag,“ skrifar einn í lok apríl. Annar meðlimur skrifar einfaldlega: „Laugardalslaug um 17:00“. Sá þriðji skrifar: „Laugardalslaugin mæting 8-9 um morgun hægt að taka dogging þar 🙂 inn í gufunni.“

Að víkja fyrir netinu

Samkvæmt heimildum DV hefur Vesturbæjarlaugin fest sig í sessi sem helsti vettvangur skyndikynna meðal samkynhneigðra karlmanna fyrst og fremst vegna Spartacus, ferðahandbókar samkynhneigðra. Á vefnum gayice.is, ferðasíðu fyrir samkynhneigða gesti til Íslands, er ferðalöngum bent á tvo staði til „krúsa“. Annars vegar er bent á Öskjuhlíðina og hins vegar er Vesturbæjarlaugin sérstaklega nefnd. Á vefnum kemur fram að fyrrnefnd bók, Spartacus, mæli með lauginni. Tekið er fram að best sé að hafa varann á sér þar sem sundlaugin sé opin almenningi.

Frosti Jónsson, eigandi gayice.is , segir í samtali við DV að slík skyndikynni muni brátt heyra sögunni til. Hann segir að skyndikynnamenning samkynhneigðra hafi nær alfarið fært sig á netið í seinni tíð. „Þetta er að verða úrelt. Spartacus er fyrir tíma internetsins. Þetta er allt komið á öppin. Auðvitað er þetta eitthvað stundað en þetta er ekkert eins og það var fyrir 20-30 árum. Þá voru hlutirnir miklu meira undir yfirborðinu. Síðan er líka allskonar fólk sem er til í allskonar hluti. Netið er svolítið komið í staðinn,“ segir Frosti.

Þurfa reglulega að hafa afskipti af pörum

Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar, segir í samtali við DV að það komi reglulega fyrir að sundlaugarverðir þurfi að hafa afskipti af fólki í heitu pottum laugarinnar. Ómögulegt sé þó að segja til um hvort fólkið hafi þekkst áður. Hann segir að erfitt sé að fylgjast með gufubaðinu en líkt og sjá má af innlegg í fyrrnefndum Facebook-hóp virðist það vera einna vinsælasti staðurinn til að mæla sér mót.

„Við höfum ekki orðið vör um þetta mikið nýlega. Það hafa komið upp atvik þar sem fólk hefur kvartað og við bregðumst við því. Ef viðskiptavinir verða fyrir óþægindum eða verður misboðið þá höfum við kært menn til lögreglu,“ segir Hafliði. Nýlegast dæmið sem Hafliði man eftir þar sem slíkt mál endaði með dómi er mál Magnúsar Skarphéðinssonar, formanns Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur. Hann var í desember dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart sautján ára piltum í heitu pottunum í Laugardalslauginni. Það atvik átti sér stað fyrir ríflega tveimur árum.

Hafliði segir þó að það gerist að fullorðið fólk særi blygðunarkennd annarra gesta í sundlaugum borgarinnar.

„Þetta gerist stundum. Þetta gerist í pottunum, þetta gerist í útiskýlunum. Við erum alltaf á vaktinni, þannig að þetta getur verið allskonar. Við erum ekki með gæslu inni í gufuböðunum, getum það ekki og engin myndavél þolir það. Við höfum þurft að hafa afskipti af pörum í pottunum. Það sjáum við í myndavélum. En hitt sem við sjáum ekki, í gufuböðunum, það verður seint hægt að sjá það allt saman,“ segir Hafliði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi