fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Sakamál: Brúðkaupsferðin varð að helvíti – Fannst látin í baðkarinu – „Ekkert gerðist, ekki segja neitt“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 19. desember 2020 20:00

MYND/IRISH NEWS/PA WIRE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýgift, uppfull af eftirvæntingu fyrir framtíðinni, héldu McAreavey hjónin til Máritíus í brúðkaupsferð. Það sem byrjaði sem draumur endaði í martröð sem er enn í gangi

Þann 30. desember árið 2010 giftust þau Mich­aela McAreavey og John McAreavey á Írlandi. Þau höfðu verið saman frá því árið 2005 en þau kynnt­ust þegar þau voru bæði í há­skólanámi. Eftir brúðkaupið var komið að brúðkaupsferð­inni sem hófst með viku í Dúbaí. Þar nutu hjónakornin lífsins en eftir það var för­inni heitið til eyjunnar Mári­tíus í Afríku. Þau hefðu betur haldið sig í Dúbaí.

Það var Michaela sem hafði valið að fara til Máritíus. Eft­ir að þau John höfðu grand­skoðað öll hótelin ákváðu þau að velja Legends­hótelið sem var 5 stjörnu hótel með góðar umsagnir. Þegar Michaela og John mættu í móttöku hótels­ins, þann 8. janúar árið 2011, spurðu þau hvort það væri hægt að uppfæra bókunina þeirra. Það var hægt, nýgiftu hjónin fengu því lúxusher­bergi.

Tveimur dögum eftir að hjónin höfðu mætt á hótelið, þann 10. janúar, fóru hjónin saman niður í morgunmat. Eftir morgunmatinn fór John í golf á meðan Micha­ela skellti sér í sólbað. Þegar John kom til baka eftir golfið fengu þau sér hádegismat saman. Eftir hádegismat­inn ákvað Michaela að ná í súkkulaði sem þau voru með í herberginu. John ákvað að bíða og taka nokkrar myndir á meðan Michaela fór upp á herbergi. John gerði sér ekki grein fyrir því þarna en hann átti aldrei eftir að sjá eigin­konu sína á lífi aftur.

Fannst látin í baðkarinu

Þegar John var búinn að bíða eftir því að Michaela kæmi aftur í þó nokkurn tíma ákvað hann að fara upp og kíkja á hana. Þegar John gekk inn á hótelherbergið sá hann eiginkonu sína í baðkar­inu. Hún var köld og varirnar voru bláar. John reyndi hvað hann gat til að vekja hana. Hann reyndi að beita skyndi­hjálp en allt kom fyrir ekki. Michaela var dáin.

Hringt var í lögregluna á svæðinu sem kom að vörmu spori. Lögreglunni hafði verið sagt að einhver hefði drukknað á hótelinu. Þegar lögregluþjónarnir komu inn í herbergið grunaði þá strax að morð hefði átt sér stað. Her­bergið var í óreiðu og Mich­aela var marin á hálsinum. Við krufningu kom í ljós að hún hafði dáið vegna súrefn­isskorts. Plastpoki hafði verið settur yfir höfuðið á henni og hún síðan kyrkt.

Þrír menn handteknir

Morðið var tekið mjög al­varlega og mikið áfall fyrir Máritíus þar sem landið reiðir sig sérstaklega mikið á tekjur frá ferðamönnum. Það var þess vegna ákaflega mikilvægt að málið væri leyst hratt og örugglega. Það virtist ætla að ganga þegar þrír menn voru handteknir vegna morðsins, einungis degi eftir að það var framið.

Mennirnir þrír, Avinash Treebhoowoon, Sandip Mo­neea og Raj Theekoy, sem voru handteknir, voru allir starfsmenn á hótelinu. Raj var látinn laus fljótlega eftir handtökuna en hann vissi þó sitthvað um málið. Eftir að Raj sagði frá því sem hann vissi var annar starfsmaður hótelsins handtekinn, ör­yggisvörðurinn Dassen Nara­yanen. Hann var sakaður um að hafa gefið þeim Sandip og Avinash lykil til að komast inn í herbergi McAreavey­hjónanna.

Dassen játaði sína sök í málinu en þeir Avinash og Sandip héldu því fram að þeir væru saklausir. Málið fór því fyrir dóm.

Fyrir dómstólnum sagði saksóknarinn í málinu að Michaela hefði farið upp á herbergið sitt og staðið þá Avinash og Sandip að þjófn­aði. Þá sagði saksóknarinn að þeir Avinash og Sandip hefðu ákveðið að kyrkja Michaelu svo hún gæti ekki borið kennsl á þá. Avinash og Sandip höfðu báðir aðgang að herbergi hjónanna þar sem Dassen hafði látið þá fá lykilinn.

Þá sagði saksóknarinn að Raj hefði verið fyrir utan her­bergið og heyrt í „konu sem kvaldist“. Eftir það sá hann Avinash og Sandip fara út úr herberginu. Hann spurði þá hvað hefði gengið á. „Ekkert gerðist, ekki segja neitt. Ef þú segir eitthvað þá gerum við þig meðsekan,“ sögðu Avinash og Sandip við Raj.

Fyrir dómi var sagt að Avinash hefði játað sök sína í morðinu. Hann játaði sök­ina í yfirheyrslum lögreglu. Avinash sagði að Michaela hefði gengið inn á þjófana og því hefðu þeir myrt hana. Þeir hefðu síðan sett hana í baðkarið til að þrífa ummerki sín af líkinu.

Saklausir blórabögglar

Lögmenn sakborninganna héldu því fram að þeir Avin­ash og Sandip væru saklausir blórabögglar. Lögmennirnir vildu meina að rannsókn málsins hefði verið léleg, ekki allt á vettvangi morðs­ins hefði verið skoðað gaum­gæfilega. Til að mynda var herberginu ekki lokað af al­mennilega, en auk þess voru aðrir gestir hótelsins ekki yfirheyrðir. Þá fannst ekkert erfðaefni á vettvangi morðs­ins. Avinash og Sandip voru sagðir hafa tekið peninga úr veski, en þrátt fyrir það voru engin sýni tekin af veskinu.

Eftir þetta voru sýni af  líki Michaelu send til Bret­lands til rannsóknar. Hvorki erfðaefni úr Avinash né Sandip fannst við þá rann­sókn. Það eina sem fannst í rannsókninni var mögulegt erfðaefni Sandip á lyklinum sem notaður var til að opna herbergið og á skúffu í her­berginu. Sérfræðingurinn sem fór fyrir rannsókninni sagði þó að lögreglan hefði ekki staðið sig nógu vel í að loka vettvang glæpsins af og því væri ekki hægt að full­yrða hvort Sandip hefði verið viðriðinn morðið.

Ældi blóði

Málið var að leysast upp í höndum saksóknarans. Das­sen, sá sem sagðist hafa lát­ið Sandip hafa lykilinn, dró játningu sína til baka. Hann vildi meina að lögreglan hefði neytt sig til að segja það sem hann sagði með því að miða á hann byssu. Lög­reglan neitaði því.

Þá dró Avinash sína játn­ingu líka til baka. Hann vildi meina að hann hefði einnig verið neyddur til að skrifa undir játninguna eftir lög­regluofbeldi. Hann sagðist hafa verið pyndaður, meðal annars með vatnspyndingu sem endaði með því að hann ældi blóði.

Lögmenn sakborninganna lögðu fram enn fleiri sönn­unargögn sem gáfu í skyn að hvorki Avinash né Sandip hefðu framið morðið. Til að mynda var Sandip með fjar­vistarsönnun eftir að starfs­maður hótelsins sagði hann hafa verið með sér þegar morðið var framið.

Málið ennþá óleyst

Í fyrstu virtist sem málinu yrði lokað á tveimur vikum, en það endaði á að dragast í tæpa tvo mánuði. Að lokum ákvað kviðdómurinn að þeir Avinash og Sandip væru sak­lausir. Rannsóknin á morðinu var því opnuð á ný en ekkert kom út úr því. Málið var opnað á ný árið 2017 en aftur fannst ekkert merkilegt. Í ár var rannsókninni lokað endanlega og málið er því enn þann dag í dag óleyst.

Fjölskyldur hjónanna kærðu Legends­hótelið eftir málið og vildu fá 1,6 millj­ónir evra, um 245 milljónir íslenskra króna, í skaða­bætur. Málið var leyst utan dóms en ekki er vitað hversu mikið hótelið greiddi fjöl­skyldunum. Nafni hótelsins var breytt eftir málið en það heitir í dag Lux Hotel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fær annað tækifæri til að finna ástina

Fær annað tækifæri til að finna ástina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí

Haukur Morthens 100 ára – Heiðurstónleikar í Hörpu sunnudaginn 26. maí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kári útskýrir af hverju hann er ekki í stjórnmálum – „Ertu vitlaus drengur?“

Kári útskýrir af hverju hann er ekki í stjórnmálum – „Ertu vitlaus drengur?“