fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Róbert keypti glæsihús í London fyrir 2,9 milljarða

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 1. nóvember 2020 09:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Wessman hefur keypt fasteign í London og er kaupverðið 2,9 milljarðar króna. Íslandsmet í kaupverði fasteignar tilheyrir Róberti sjálfum, en hann átti íbúð í New York fyrir 3,3 milljarða króna. Róbert býr nú steinsnar frá Vilhjálmi Bretaprins og Beckham-hjónunum.

Fasteignamarkaðurinn á Kensington- og Chelsea-svæði höfuðborgar Bretlands er ekki oft á radar íslenskra fasteignakaupenda, en það breyttist í september þegar Róbert Wessman keypti sér fasteign við Holland Villas Road í London.

Staðsetningin er ekkert slor, en gatan er aðeins nokkurra mínútna gang frá Kensington Palace sem er opinbert heimili þeirra Vilhjálms Bretaprins og eiginkonu hans Kate Middleton, auk annarra úr bresku konungsfjölskyldunni. Kensington-hverfi þykir einkar glæsilegt og stutt frá hinni goðsagnakenndu verslunargötu Kensington High Street. Hvað fasteignir í London varðar þykir Kensington rjóminn.

Þá er ljóst að Róbert lendir ekki í slæmum félagsskap ef hann dvelur í nýja kotinu, enda eru fjöldamörg hús í Holland Park-hluta hverfisins í eigu þeirra frægu og ríku í borginni. Nægir þar að nefna David og Viktoríu Beckham, Elton John og Simon Cowell. Heimildir herma að Róbert hafi keypt húsið sem fjárfestingu frekar en heimili og búi ekki þar sjálfur.

Fasteignin sjálf er hin glæsilegasta, en samkvæmt heimildum DV eru þar tvær stórar stofur, sex svefnherbergi og jafn mörg baðherbergi. Inni og útisundlaug og tvö móttökuherbergi eru einnig í húsinu.

Kaupverðið endurspeglar að sjálfsögðu glæsileikann, en samkvæmt opinberum gögnum frá Bretlandi sem DV hefur undir höndum er um að ræða kaupsamning upp á 15.450.000 bresk pund. Það er á gengi dagsins í dag um 2,9 milljarðar íslenskra króna.

myndir/Zoopla

Róbert á sjálfur Íslandsmetið

Afskipti Róberts af erlendum fasteignamarkaði eru reyndar ekki ný af nálinni, en í september árið 2017 bárust fregnir af því að Róbert hefði sett Íslandsmet í fasteignakaupum með kaupum á 373 fermetra íbúð á 432 Park Avenue í New York. Húsið sjálft er 96 hæðir og byggt 2015. Íbúðin sjálf var einnig hin glæsilegasta, prýdd eikarparketi og með glæsilegu anddyri með setustofu og borðstofu inn af því. Íbúðin í New York kostaði Róbert 29 milljónir Bandaríkjadala, sem við kaupin voru um 3,3 milljarðar. Ekki var að sjá að hann hefði tekið nein lán fyrir þeim viðskiptum.

Fyrri met áttu líklega Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálmadóttir, en Fréttablaðið sagði frá því árið 2009 að þau hefðu sett íbúð sína í New York á sölu og að ásett verð fasteignarinnar væri litlar 25 milljónir dala, eða um þrír milljarðar króna.

Ef marka má spár Financial Times um ástand á breskum fasteignamarkaði mun Róbert ekki þurfa að hafa áhyggjur af þessari risafjárfestingu sinni, en miðillinn spáir 2,5% hækkun á fasteignaverði í London árið 2020 en að þá fari að hægja á hækkunum. Þess má geta að 2,5% af kaupverði fasteignar Róberts í London eru um 73 milljónir sem myndu nægja fyrir skuldlausum kaupum á fjögurra herbergja íbúð í Vesturbænum. Þó segir Financial Times að dregið hafi úr kaupum erlendra aðila á dýrum fasteignum í borginni, svo kannski er þetta hárréttur tími til slíkra viðskipta.

myndir/Zoopla

Athafnamaður og virkur í viðskiptum til lengri tíma

Róbert Wessman var áður forstjóri Actavis og var virkur í viðskiptalífinu með Björgólfi Thor Björgólfssyni þar til slitnaði upp úr því viðskiptasambandi og Róbert stofnaði Alvogen. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins Alvogen og dótturfyrirtækja þeirra eru fyrirtækin nú með starfsemi í 34 löndum og þar starfa um tvö þúsund starfsmenn. Það sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja.

Unnusta Róberts er Ksenia Shakhmanova og eignuðust þau son í mars síðastliðnum sem þau skírðu Robert Ace Wessman. Ksenia útskrifaðist með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík 2018. Róbert er mikill áhugamaður um lystisemdir lífsins og keypti vínekru fyrir nokkru þar sem hann og unnusta hans framleiða kampavín, rauðvín og hvítvín undir nafninu Wessman no 1. Róbert og Ksenia skáluðu vaflaust fyrir nýja húsinu í kampavíni, enda virðist það hafa verið útpæld og álitleg fjárfesting.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Robert Wessman (@robertwessman) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“