fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fókus

Svakalegustu framhjáhaldssögurnar – Barn kom upp um hann

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. október 2020 12:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er staður á Internetinu þar sem netverjar koma saman og segja frá því hvernig þeir komust að framhjáhaldi maka síns. Fólk deilir reynslu sinni á vinsæla afþreyingarmiðlinum Reddit þar sem það biður um ráð eða syrgir sambönd sín með öðrum í sömu stöðu.

Hér eru nokkrar af svakalegustu sögunum.

Barn kom upp um hann

„Ég sá mynd af honum á Facebook sem einhver kona hafði deilt. Með myndinni stóð textinn: „Myndarlegur eiginmaður og krúttlegt barn, ég er svo stolt.“ Við höfðum verið saman í níu ár og börnin okkar voru sex og átta ára,“ segir lolo-2020.

Fékk COVID

„Eiginmaðurinn minn byrjaði að halda framhjá með konu sem hann kynntist á bar, á meðan ég var að hugsa um veikan föður minn. Hún var heilbrigðisstarfsmaður og smitaði hann af Covid. Ég hugsaði um hann og fékk sjálf Covid,“ segir notandinn TheCuriousMind_NW3.

Í hinu herberginu

„Kærasta mín til sex ára hélt framhjá mér, í okkar rúmi, á meðan ég svaf í næsta herbergi. Ég komst að því daginn eftir,“ segir User_is_not_chicago.

Ömurleg tímasetning

„Fyrrverandi eiginmaður minn var að sofa hjá eiginkonu besta vinar síns, á meðan ég var komin átta mánuði á leið,“ segir Endlessnite og bætir við að framhjáhaldið hafi verið í gangi í einhvern tíma áður en hún komst að því.

Svik af verstu sort

„Versta sem ég veit um er að kunningi minn kom heim úr vinnu og sá eiginkonuna og föður sinn stunda kynlíf,“ segir OdaNova.

Sniðugt eða siðlaust?

„Einn vinur minn þekkir stelpu sem á fjóra kærasta. Þegar hún átti afmæli bað hún alla fjóra kærastana um sama veskið í gjöf, enginn af þeim vissi af hver öðrum,“ segir DinosaurFriend.

„Allir kærastarnir keyptu sama veskið. Hún seldi þrjú þeirra og hélt einu þeirra. Öllum kærustunum fannst svo gaman að sjá hana nota „veskið sem hann gaf henni“.“

Ömurlegt fjölskyldufrí

Það eru yfir sextán þúsund ummæli á Reddit-þræði þar sem netverjar skiptast á að deila hryllingssögum um hvernig þeir komust óvart að því að makinn væri að halda framhjá.

Impressive_Molasses segir: „Við vorum í fjölskyldufríi, ég fór í símann hans því mér leiddist og krakkarnir voru að leika í mínum. Ég sá skilaboð frá einhverri stelpu sem var að lýsa kynlífinu sem þau höfðu stundað kvöldið áður. Ég eyddi því sem var eftir af fríinu að rífast við hann í gegnum smáskilaboð og reyndi, en mistókst, að láta eins og allt væri í lagi.“

Ekki tólf sporin

„Ég kom að kærustunni minni að sofa hjá öðrum gaur. Hún spurði mig hvað ég væri að gera þarna. Ég sagði: „Þú lést mig fá lykil manstu? Ég vildi koma þér á óvart.“ Spólum fimmtán ár fram í tímann og hún hefur samband við mig. Mér datt í hug að hún væri að fara í gegnum tólf sporin eða eitthvað og vildi bæta fyrir þetta. Nei, hún reyndi að selja mér Amway [innsk. markaðsfyrirtæki sem er betur þekkt sem MLM-fyrirtæki (e. multi-level marketing)].“

Örlagarík skilaboð

Ef þú ert að halda framhjá, þá er örugglega ekki sniðugt að biðja makann um að lesa upp skilaboð fyrir þig.

„Síminn hennar fékk meldingu um skilaboð og hún spurði hver skilaboðin væru. Ég kíkti á símann hennar og sagði: „Ég vil beygja þig fram og flengja þig,““ segir netverjinn wimpymist.

Þú getur lesið fleiri hryllingssögur hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mér finnst gaman að vera ber að ofan. Af hverju ætti ég ekki að græða á því?“

„Mér finnst gaman að vera ber að ofan. Af hverju ætti ég ekki að græða á því?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”

„Ég myndi aldrei stíga fram núna miðað við móttökurnar sem þessi fórnarlömb eru að fá”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingum heitt í hamsi í kjölfar frétta um Sölva – „Hryllilegt að lesa frásagnir þessara kvenna“

Íslendingum heitt í hamsi í kjölfar frétta um Sölva – „Hryllilegt að lesa frásagnir þessara kvenna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Edda gagnrýnir Sölva harðlega – „Hann grætur mjög ýkt með tilþrifum en það koma engin tár“

Edda gagnrýnir Sölva harðlega – „Hann grætur mjög ýkt með tilþrifum en það koma engin tár“