Það varð augnablik á milli forsetahjónanna eftir seinni kappræðurnar sem margir hafa lýst sem „vandræðalegu“. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vandræðagangur milli hjónanna vekur athygli. Það var umtalað hvernig Donald og Melania heilsuðu hvort öðru eftir fyrstu kappræðurnar.
Sjá einnig: „Vandræðalega“ augnablikið milli Donald Trump og Melaniu Trump eftir kappræðurnar
Donald Trump og Joe Biden tókust á í sjónvarpskappræðum í nótt og voru þetta síðustu kappræður þeirra áður en Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu þann 3. nóvember næstkomandi.
Sjá einnig: Trump og Biden tókust á í kappræðum í nótt – Mun betri en þær síðust en breyta litlu
Eins og eftir fyrri kappræðurnar komu eiginkonur frambjóðenda, Melania Trump og Dr Jill Biden, upp á svið til að heilsa eiginmönnum sínum.
Netverjar hafa bent á „vandræðalegt“ augnablik á milli forsetahjónanna. Myndband af atvikinu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.
Í myndbandinu má sjá Melaniu og Donald haldast í hendur og síðan virðist Melania kippa hönd sinni burt.
I know we hate a „Melania HATES him“ narrative BUT I MEAN pic.twitter.com/dpXKEOe2So
— Pa-skull 💀 (@WalnutDust) October 23, 2020
Sumir segja að Melania hafi „kippt“ hönd sinni burt á meðan aðrir segja Donald Trump hafa „ýtt hönd hennar burt.“
Whoa, that’s cold. After tossing his sweaty hand away she wipe’s hers on her dress and then he gives her a retaliative restrained little shove, like a petulant brat who must have the last word. That’s a fucked up marriage playing out in the public eye.
— The Whisperer (@hushnowlilbaby) October 23, 2020
Þetta er í fyrsta skipti sem hjónin sjást saman á almannafæri síðan þau voru greind með COVID-19 fyrir þremur vikum.
Það er ekki aðeins „vandræðalega“ augnablikið sem er umtalað hjá netverjum, heldur einnig glæsilegur klæðnaður forsetafrúarinnar.
.@FLOTUS Melania Trump looks amazing!! pic.twitter.com/NvxMscN107
— FLOTUS Report (@MELANIAJTRUMP) October 22, 2020