fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Margir minnast Rósu: „Hennar verður minnst fyrir að þora að vera pínu öðruvísi. Minningin lifir.“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Blessuð sé minning Rósu Ingólfsdóttur. Uppáhaldsorð Rósu hafa alltaf verið hjá mér þegar hún sagði fyrir mörgum árum: Það jafnast ekkert á við góðan fíflagang,“ segir skáldið Elísabet Jökulsdóttir er hún minnist Rósu Ingólfsdóttur sem lést snemma að morgni 14. janúar.

Sjá einnig: Rósa Ingólfsdóttir er látin

Margir taka til máls á Fésbókinni í dag og minnast Rósu. Sigríður Pétursdóttir skrifar:

Fyrir 32 árum starfaði ég um tíma sem sjónvarpsþula með hinni einstöku Rósu Ingólfs. Það væri seint hægt að kalla okkur skoðanasystur, en okkur kom vel saman og ég á ég ótal skemmtilegar minningar um hana. Eitt yfirgnæfir þó annað og það var hvað hún var alltaf gjafmild á hrósið. Löngu eftir að við vorum hættar að vinna saman hitti ég hana aldrei án þess að hún léti einhver falleg og uppörvandi orð falla. Sonur minn grínaðist með að hún ætti að heita Hrósa Ingólfs. Hún hefði haft gaman af að heyra það. Blessuð sé minning hennar.

Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir minnist hljómplötu með Rósu og skrifar:

Þessi plata var spiluð endalaust heima þegar ég var krakki og hafði mikil áhrif á mig, þjóðlög, jazz og bozzanova. Geggjaðar útsetningar og frábært lagaval og svo silkimjúk rödd Rósu sem var „dobbluð“ alla plötuna, geggjað sánd og pælingar. „Ræ ég við róður minn“ verður alltaf eitt af mínum uppáhalds

Hallur Guðmundsson skrifar:

Rósa Ingólfs er látin. Hennar verður minnst fyrir að þora að vera pínu öðruvísi. Minningin lifir.

Hörður Torfason skrifar pistil um Rósu en mjög langt er síðan þau kynntust, þegar samfélagið var fábreyttara, en bæði voru að þreifa fyrir sér á listabrautinni. Hörður segir að Rósa hafi verið eitursnjöll og hún hafi verið einstaklega hugmyndarík söngkona:

Það er svo óralangt síðan að við kynntumst að ég man ekki lengur hvar það var. Rósa var þrem árum yngri en ég. En ég veit að það var í gegnum leikhúsið og tónlist þegar Rósa, líkt og ég, var að láta reyna á hæfileika sína. Það er svo langt síðan að ég get með góðri samvisku sagt að það hafi veriðð aðrir tímar. Allt öðruvísi tímar. Þjóðin var fámennari og við vorum með meiri sveitamennsku í augunum og við gripum oft og iðulega til söngsins. Rödduðum og tókumst á við tónlist eins og vin sem vildi okkur eitthvað mikilvægt í trúnaði. Rósa var oft að syngja með Oktavíu Stéfánsdóttur í þá daga. Einn gítar og tvær stelpur. Þær voru heillandi, smitandi og einlægar stelpur. Við höfðum líka skoðanir og skiptumst á þeim eins og söngvunum. Rósa var alltaf svo dásmlega ákveðin og föst fyrir en um leið blíð. Við ræddum oft saman á þessum árum um svo mikilvæg málefni að ég man þau ekki lengur. Þannig er oft um mikilvæg málefni sem þroska mann, maður man þau ekki en gleymir þeim aldrei af því að þau eru svo mikið lífið sjálft. Eins og Rósa. Hún var snjöll. Eitursnjöll. Það var ekki útí bláinn að ég hafði samband við Rósu þegar ég var að gera fyrstu plötuna mína. Það var nefnilega engin söngkona sem jafnaðist á við Rósu. Söngkona sem kunni að hlusta á niðurgrafnar hugmyndir stráklings sem vildi draga þær upp á yfirborðið og láta túlka þær. Þegar Rósa hóf að syngja þessar hugmyndir fengu þær sjálfstætt líf, blæ og túlkun sem var utan og ofar við allt sem hafði verið beðið um. Smá samtal, upptökutækið sett í gang, talið í og flutningurinn hóft og Rósa gaf, til dæmis, söngnum um hann Guðjón vængi. Vængi sem hafa ekki enn orðið þreyttir. Þetta framlag hennar opnaði dyr og samninga að eigin plötu. Dásemdar plötu. Plötu sem er engri annari lík. Kannski er hún Rósa öðrum gleymd, en ekki mér. Svona eins og gengur og gerist í tilverunni lágu leiðir okkar sundur og saman. En hvað sem öllu líður og hvernig sem allt hefur farið og fer, þá vil ég þakka Rósu samfylgdina; vináttuna, sönginn og öll samtölin. Samúðarkveðjur til fjöldskyldu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar