fbpx
Miðvikudagur 15.júlí 2020
Fókus

Rósa Ingólfsdóttir er látin – Síðustu orð hennar ættum við öll að hafa hugföst

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rósa Ingólfsdóttir er látin, 72 ára að aldri, en hún fæddist 5. ágúst árið 1947. Rósa fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar sem dagskrárþula Ríkissjónvarpsins á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en hún sinnti fjölmörgum öðrum störfum sem vöktu athygli. Hún var afburðaleikkona, merkur lagasmiður, myndlistarkona og auglýsingateiknari.

„Hún lést kl. 6 í morgun. Hún fékk afar friðsælt andlát og var umvafin hlýju og kærleika þegar hún kvaddi. Hún fékk hægt, fallegt og kærleiksríkt andlát,“ segir Klara Egilson, dóttir Rósu. Rósa greindist með Parkinson-sjúkdóminn fyrir 11 árum og barðist við hann upp frá því.

Klara segir í viðtali við DV:

„Ég hafði verið henni stoð og stytta í þeim veikindum. Ég gekk með móður minni alla leið í því ferli. Eftir fremsta megni veitti ég henni þann stuðning, ást og vináttu sem ég gat. Okkar síðustu samverustundir voru mjög ánægjulegar. Það ríkti mikil sátt og friðsæld í okkar samskiptum en umfram allt húmor og vinátta. Mér er mikill heiður að hafa fengið að njóta þessara síðustu stunda með henni og enn frekar að hafa fengið að vera henni stoð og stytta í gegnum hennar veikindaferli.“

Rósa var afar fjölhæf og hæfileikarík kona. „Móðir mín var mögnuð kona, gífurlega skapandi, hún var brautryðjandi og baráttukona, frjálslynd og afar listræn, Í þeim anda var ég alin upp. Ég fæðist inn í heim skapandi listgreina og má segja að ég hafi næstum því fæðst á sviði Leiklistarskóla Íslands því mamma var þar langt gengin með mig,“ segir Klara en hún fæddist er Rósa var 23 ára.

„Það er ekki síst myndlistin hennar sem mér finnst standa upp úr, fyrir utan tónsmíðarnar hennar og að hún var frábær leikkona. Hún var lærður auglýsingateiknari frá Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og varð fyrsti fréttateiknarinn hér á landi. Hún ruddi þessa braut af miklum dugnaði og má segja að ég hafi að miklu leyti alist upp á teiknistofu sjónvarpsins, á þriðju hæð, en þar sem mamma var með óreglulegan vinnutíma tók hún mig oft með sér þangað og það fannst mér afskaplega gaman.“

Aðspurð hvað af fjölbreyttum verkum Rósu muni helst lifa með þjóðinni segir Klara að tíminn muni leiða það í ljós. „Núna skulum við gefa þjóðinni orðið,“ segir hún.

Ástin mikilvægust

Klara segist hafa átt afskaplegar fallegar samræður við móður sína undir andlátið og síðustu orð móður hennar muni ávallt verða henni hugstæð. „Ég sagði við mömmu: Veistu það mamma, að sterkasta aflið í heiminum er ástin. Hún svaraði: Það er alveg rétt hjá þér. Ástin er öflugust alls, við sem erum elskuð, við deyjum aldrei í raun.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar – Vó, nú er góður tími til að hringja í Tvíbura

Stjörnuspá vikunnar – Vó, nú er góður tími til að hringja í Tvíbura
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sif Sigmars eignast þriðja barnið: „Drengurinn hefur hlotið nafnið Útgjaldaliður nr. 3“

Sif Sigmars eignast þriðja barnið: „Drengurinn hefur hlotið nafnið Útgjaldaliður nr. 3“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur