fbpx
Þriðjudagur 07.apríl 2020
Fókus

Lúxuslíf Íslendinga: Hafþór Júlíus Björnsson – Frægustu vöðvar samtímans

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. júní 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson er einn frægasti Íslendingur samtímans, hann hefur getið sér gott orð í sinni íþrótt og hampað titlum í keppnum um sterkasta mann heims og Evrópu. Hafþór er með gælunafnið Fjallið og hefur leikið í fjölda auglýsinga, þar á meðal auglýst vatn af krafti, vakið athygli í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones sem lauk núna í vor, auk myndbirtinga með Arnold Schwarzenegger og fleiri frægum.

Hafþór er á meðal tekjuhæstu íþróttamanna Íslands, auk þess sem hann er sá vinsælasti á Instagram, þegar þetta er skrifað þá er hann með 2,4 milljónir fylgjenda.
Hafþór gifti sig í fyrra og gekk undir hárígræðslu. Eiginkonan er Kelsey Henson, en þau hafa verið saman síðan 2017. Hafþór er 2,05 metrar á hæð en kærasta hans, Kelsey Henson, er 1,57 á hæð og hefur hæðarmunurinn iðulega vakið kátínu fylgjenda Hafþórs, auk margra miður fallegra athugasemda um parið. Hefur Hafþór meðal annars svarað þeim með því að spyrja viðkomandi hvað þeir hafi afrekað í lífinu, hann sé jú sterkasti maður heims.

Ásakanir um heimilisofbeldi gagnvart fyrrverandi kærustum og sambýliskonum koma einnig títt upp þegar nafn hans ber á góma, og hafa konur tengdar sem ótengdar þeim málum skrifað ummæli þess efnis á samfélagsmiðlum. Því svaraði Fjallið af fullum krafti og sagðist lögsækja konur sem létu slíkar athugasemdir falla, fyrir ærumeiðingar.

Hafþór og Kelsey undirrituðu kaupmála í ágúst í fyrra þar sem allar eignir hans eru séreign hans, þar undir falla Austurkór 117, 150 fermetra parhús, fasteignamat 65.850.000, Engihjalli 19, 78,1 fermetra íbúð, fasteignamat 29.850.000 krónur., Hamraborg 28, 52,4 fermetra íbúð, fasteignamat 25.300.000 krónur, hlutafé Hafþórs í einkahlutafélögunum Fjallið Hafþór ehf., Icelandic Mountain Spirits ehf. og Thor’s Power ehf., auk eignarhluta hans í Thors Power Gym sf., auk allra líkamsræktartækja og annarra tækja í sal stöðvarinnar að Auðbrekku 2. Allt innbú að Austurkór auk allra hugverkaréttinda sem tengjast ímynd, persónu og íþróttaiðkun Hafþórs.

Í september í fyrra barðist Hafþór við aðra fjárfesta á nauðungarsölu á Austurkór um 20% eignarhlut fyrrverandi sambýliskonu hans, en íbúðin var sett á nauðungarsölu að ósk hennar sem liður í fjárhagslegu uppgjöri þeirra í kjölfar sambandsslitanna. Þau keyptu eignina í september 2016 og var  Hafþór skráður fyrir 80% hlut í fasteigninni, en hans fyrrverandi 20%. Nauðungarsölunni lauk eins og áður segir með því að Hafþór keypti eignina fyrir 66,7 milljónir króna.

Heimili:

Austurkór 117

150,0 fm

Fasteignamat: 65.850.000 kr.

Hafþór Júlíus Björnsson:

Tekjublað DV 2018: 2.640.000 kr.

Ekki missa af DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Goðsögn féll frá
Fókus
Fyrir 2 dögum

Edda Björgvins í sjálfboðavinnu á Hellu – „Hér er mér tekið af kærleika en tæplega treyst“

Edda Björgvins í sjálfboðavinnu á Hellu – „Hér er mér tekið af kærleika en tæplega treyst“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Biggi lögga fékk sérstaka beiðni um daginn

Biggi lögga fékk sérstaka beiðni um daginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Farðu í bílabíó um helgina

Farðu í bílabíó um helgina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Draumur Binna rættist í nótt þegar hann talaði við heimsfræga stjörnu

Draumur Binna rættist í nótt þegar hann talaði við heimsfræga stjörnu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslensku fitness-konurnar á Instagram

Íslensku fitness-konurnar á Instagram
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu slær í gegn – „Þið eruð snillingar“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu slær í gegn – „Þið eruð snillingar“