fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Keppinautur Önnu Mjallar beitti bellibrögðum – Hringdi strax í pabba og bað um hjálp

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 17. maí 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í helgarblaði DV eru sögur á bak við nokkur víðfræg Eurovision-lög frá Íslandi rifjuð upp, með annars lagið Sjúbídú. Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir samdi lagið Sjúbídú með föður sínum, Ólafi Gauki heitnum, fyrir Eurovision-keppnina í Ósló árið 1996. Anna Mjöll söng sig í þrettánda sæti.

Sjá einnig: Mikill þrýstingur á Jóhönnu Guðrúnu að sýna meira hold – Átti enga möguleika nema í „stuttum, flegnum kjól“.

„Sjónvarpið hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að semja lag fyrir Eurovision. Mér fannst þetta mikill heiður og sagði strax já, hringdi síðan í pabba og sagði: HJÁLP,“ segir Anna Mjöll og hlær. Hún var þó ekki eini einstaklingurinn sem RÚV hafði samband við það árið og voru keppinautarnir allt annað en vinsamlegir við feðginin. „Ég held að þeir hafi beðið þrjá einstaklinga að semja lög þetta árið. Einn keppinautur okkar mætti í stúdíóið á meðan við vorum að taka upp í Reykjavík og sýndi allar sínar verstu hliðar, en það breytti engu fyrir okkur,“ segir Anna Mjöll.

Anna Mjöll hugsar hlýtt til Eurovision.

„Hugmyndin fæddist frá öllum fyrirmyndunum mínum; Ellu Fitzgerald, Frank Sinatra, Elvis – sem öll sungu Sjúbídú. Pabbi samdi síðan þennan glerfína texta við lagið,“ segir hún og bætir við að stórstjarnan Svavar Gestsson hafi veitt þeim mikla hvatningu í þessu Eurovision-ævintýri.

„Svavar Gests skrifaði pabba fallegt bréf um þessa textasmíð. Bréfið var alla tíð eftir það uppi á vegg í gítarskólanum hans pabba.“
Anna Mjöll hugsar hlýtt til þessarar Eurovision-reynslu, en móðir hennar, Svanhildur Jakobsdóttir, tók einnig virkan þátt í þessu batteríi.

„Eurovision-reynslan hafði mikla og góða þýðingu fyrir okkur öll. Pabbi útsetti stórkostlega fyrir stórhljómsveitina í Noregi. Tónlistarmennirnir þökkuðu honum fyrir bestu útsetninguna það árið. Mamma sá um blaðamenn og alla pressuna svo hún var á endalausum hlaupum út um allt að redda öllu. Það sást eiginlega ekkert í hana þessa viku sem við vorum í Noregi. Þetta var mikill heiður enda mjög skemmtileg lífsreynsla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Haukur á von á tvíburum: „Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður“

Haukur á von á tvíburum: „Nýorðinn miðaldra, of þungur og að verða gráhærður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?

Guardian velur bestu bíómyndir 21. aldarinnar – Ertu sammála þessum lista?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einlægur Corden tók Maher í gegn vegna fitusmánunar: Sjáðu myndbandið

Einlægur Corden tók Maher í gegn vegna fitusmánunar: Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram: „Ég vaknaði með harðsperrur í maganum“

Vikan á Instagram: „Ég vaknaði með harðsperrur í maganum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu myndir af rosalegu glæsihýsi Ólafs Arnalds á Balí

Sjáðu myndir af rosalegu glæsihýsi Ólafs Arnalds á Balí
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“