fbpx
Þriðjudagur 19.janúar 2021
Fókus

Kjaftasaga á Landspítalanum kom öllu af stað

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 3. nóvember 2019 09:30

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: Eyþór Árnason

Unnur Lilja Aradóttir er menntaður sjúkraliði og hefur starfað við umönnun síðastliðin tuttugu ár. Nýverið gaf hún út sína fyrstu bók, Ein­fald­lega Emma, sem Unnur segir vera sögu um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum, þar sem áhersla er lögð á fortíðardrauga, ástir og sjálfsskoðun.

Hug­mynd­ina að bók­inni fékk Unn­ur þegar sam­starfs­kona henn­ar á Land­spít­al­an­um sagði henni frá kjafta­sögu sem hún kom óvart sjálf af stað um sig. Þá var ekki aftur snúið.

„Þessi kjaftasaga er svolítið óvenjulega venjuleg en sam­starfs­kona mín kom til mín eina vakt­ina og spurði mig hvort ég hefði heyrt ein­hverj­ar skrítn­ar sög­ur um hana. Hún sagði mér þá frá því að tveim­ur dög­um fyrr hefði hún verið á vakt og í ein­hverj­um fífla­gangi komið af stað orðrómi um að hún ætti í ástar­sam­bandi við mun yngri mann sem vann með okk­ur, en mamma hans var líka góð vin­kona henn­ar og vaktstjóri á deildinni. Þá kviknaði eitthvað í hausnum á mér og ég fór að velta fyrir mér þessari sögu um ástarsamband með þessum aldursmun,“ segir Unnur.

Einfaldlega Emma segir frá titilpersónunni, sem er 35 ára, einhleyp og með fulla stjórn á lífi sínu. Tilveran tekur aftur á móti gífurlegum stakkaskiptum þegar hún verður ástfangin af nítján ára dreng, en svo vill til að það er sonur bestu vinkonu hennar. Unnur byrjaði á bók­inni árið 2010 og segir söguna um Emmu vera hugmynd sem hún varð að koma frá sér.

Unnur segist ekki eiga mikið sameiginlegt með Emmu, þær séu andstæður á flestum sviðum. „Mamma var í hálfgerðu áfalli þegar hún las bókina, því henni fannst lýsingarnar á öllu svo raunverulegar,“ segir Unnur. „Hún sagði að ef hún væri ekki viss um að hún hefði alið mig upp, hefði hún talið að bókin væri byggð á minni lífsreynslu, að ég hefði lent í svona léttgeggjuðum uppákomum.“

Með vikugamalt barn í námi

Unnur er uppalin í Breiðholti en býr nú á Álftanesi ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum. Hún notar þann litla frítíma sem gefst, í skrifin og er þegar búin að ljúka við næstu bók sína. Unnur hefur sinnt umönnunarstörfum frá sautján ára aldri. Hún segist þekkja fátt annað en að harka sig í gegnum lífið og „múltítaska“. Þetta fór betur að skýrast þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn, 21 árs gömul, og ákvað þá að mennta sig í faginu. „Námslán voru ekki í boði fyrir mig því ég átti eftir stúdentinn, þannig að ég fór í kvöldskóla og lærði sjúkraliðann,“ segir hún.

„Þegar ég hugsa til baka var þetta örlítið klikkað, að vera í fullri vinnu, með lítið barn og í skóla. Svo varð ég ólétt aftur og átti son minn 30. desember, í miðju jólafríi. Ég var kasólétt að klára prófin og svo fæddist strákurinn í fríinu. En svo tímdi ég ekki að taka mér frí frá náminu eftir það, þannig að ég mætti aftur í skólann í byrjun janúar, þegar barnið var vikugamalt.“

Erfitt en gefandi

Að sögn Unnar er ýmist að sjá og upplifa í hjúkrunargeiranum sem bæðir herðir skrápinn og mýkir mann um leið. „Þetta herðir mann á þann veg að maður lærir að setja upp ákveðinn pókersvip, ef svo má segja. Það er kannski ýmislegt sem maður veit sem sjúklingurinn veit sjálfur ekki enn, þetta getur verið svolítið flókið og allur gangur á þessu,“ segir hún.

Unnur starfar í dag á hjúkrunarheimili og sinnir mestmegnis næturvöktum. Hún segir það fínt og með því að vera ein á vakt í sinni deild gefist oft tími til að vinna í komandi skrifum, en sá lúxus bauðst henni ekki þegar hún vann á spítalanum.

„Þegar ég vann á spítalanum kom til mín fólk frá átján ára aldri upp í hundrað ára og fyrir hverja vakt vissi maður aldrei við hverju mætti búast. Svona starf getur verið afskaplega erfitt en ég fæ mjög mikið til baka líka.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mæðgur naktar saman í Playboy

Mæðgur naktar saman í Playboy
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“

Ásmundur fylgdi tengdasyni sínum til grafar í dag – „Við eigum góðar minningar um dugnaðar tengdason“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ráð til að standa við áramótaheitið – Setjum okkur skýrari og skemmtilegri skref

Ráð til að standa við áramótaheitið – Setjum okkur skýrari og skemmtilegri skref
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenskar stjörnur á vinsælli fótasíðu – Baráttan um efsta sætið hnífjöfn

Íslenskar stjörnur á vinsælli fótasíðu – Baráttan um efsta sætið hnífjöfn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rebel Wilson var rænt og ógnað með byssu – „Ég var skíthrædd“

Rebel Wilson var rænt og ógnað með byssu – „Ég var skíthrædd“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sýnir hvernig það er að vera lömuð með „kvíðavaldandi“ æfingu sem allir geta prófað

Sýnir hvernig það er að vera lömuð með „kvíðavaldandi“ æfingu sem allir geta prófað
Fókus
Fyrir 5 dögum

Margir segja pistil Rósu Soffíu vera skyldulesningu – „Dæmum ekki eftir útliti“

Margir segja pistil Rósu Soffíu vera skyldulesningu – „Dæmum ekki eftir útliti“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurjón Kjartansson genginn út

Sigurjón Kjartansson genginn út