fbpx
Miðvikudagur 27.janúar 2021
Fókus

Ragga nagli – „Þegar þú ert að upplifa streitu og kulnun virðist skrokkurinn þurfa lengri tíma að knúsa Óla Lokbrá“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira.

Allir erfiðleikar eru lærdómur.

Fjölmargir hafa sent skilaboð með áhyggjur af ástandi gömlu eftir pistilinn og eins til að leita ráða til að tækla síþreytu og kulnun.

Naglinn er að fá aftur sína gömlu orku og þekkja sjálfa sig aftur.

Eins og jarðýta á æfingum aftur.
Reykir æfingarnar.
Étur lóðin í morgunmat.

Því Naglinn er eins og Chihaua hundur, gríðarleg orka í litlum umbúðum.

Hér eru nokkrar breytingar sem Naglinn gerði á högum sínum og vonandi nýtast öðrum þarna úti sem stríða við síþreytu, eru korter í kulnun eða örstutt í örmögnun.

?Öndunaræfingar. Þeir vita hvað þeir syngja í núvitundarfræðunum sem hafa í gegnum aldirnar lagt stund á djúpöndun.

Róleg útöndun róar streitukerfið og kemur okkur úr „fight-or-flight“ þar sem við öndum títt og grunnt yfir í parasympatíska kerfið þar sem við erum að melta og hvíla.

?Bætiefni:

Rhodiola eða burnirót daglega hefur róað taugakerfið svo um munar en þessi rót er góð gegn síþreytu og kvíða. Ef Ásdís Grasa og Guðrún Bergmann segja það… þá hlýtur þetta að vera gott stöff.

Ashwagandha hefur verið notað í árhundruðir í Indlandi til að hemja kortisólið.
Járnskortur er oft viðvarandi í síþreytu.

B6 og B12 eru orkuvítamínin og búa til nýjar frumur, gera við skemmdar og eru í stjörnuhlutverki í að viðhalda heilbrigðu miðtaugakerfi.

Magnesiumskortur er oft skaðvaldur í síþreytu.

D-vítamín yfir vetrarmánuðina er þáttur sem margir gleyma en skortur á því getur valdið þreytueinkennum, svima og orkuleysi.

?Æfingar. Fleiri hvíldardögum dúndrað inn í vikuna.
Minnkað æfingar á háu álagi og háum púls til að hvíla miðtaugakerfið.
En sett meira púður í styrktaræfingar á lægri ákefð. Enda túttan að verða nautsterk.

?Þarmaflóran: Tekin algjörlega í gegn með bætiefnum á borð við góðgerla. Eplaedik á fastandi maga og aukin neysla á sýrðu grænmeti á borð við kimchi og súrkál.

?Mataræði: Þarna voru kannski minnstu breytingarnar því Naglinn er jú heilsutútta niður í görn og reynir að borða heilsusamlega 80-90% tímans.
En að því sögðu þá hafa heilar afurðir orðið enn plássfrekari. Meira af feitum fiski til að fá Omega-3 fitusýrurnar. Meira af grænmeti og trefjaríku korni eins og kínóa, farro, brúnum hrísgrjónum og haframjöli.

Tekið út gervisætu eins og aspartame og algjörlega hætt að slurka kók zero.
Nota eingöngu sykurlaust síróp (Good Good), Stevia (NOW Foods Iceland og Erythritol og náttúrulega sætu úr eplamús, sætum kartöflum og döðlum .

?Svefn: Hér hefur verið algjör hallarbylting í svefnvenjum.
Rétt eins og við hitum upp fyrir æfingu þurfum við að hita skrokk og huga upp fyrir svefn.
Svefnvenjur eru því gríðarlega mikilvægar og líkaminn þrífst á rútínu eins og litlu börnin.

Slökkva á skjám 90 mínútum fyrir háttatíma. Rannsóknir sýna að blá birta frá iPad seinkar framleiðslu melatónin um 3 tíma.
Tekið algjörlega út koffín og te er drukkið í síðasta lagi kl. 14 á daginn. Helmingunaráhrif koffíns eru 6 til 8 tímar sem þýðir að það er ekki farið úr kerfinu fyrr en um miðja nótt og hefur áhrif á gæði svefnsins.

Að fara upp í rúm ekki seinna en kl. 21:30-22. Við fáum besta svefninn frá kl. 22 til 02. Að sofa í 8 tíma frá kl. 22 til 06 er betri svefn en að sofa frá miðnætti til 08.

Þið sem hangið yfir instagramminu með kaffibolla í annarri að ná öllum stories áður en þær eyðast og skríðið upp í bælið langt yfir ellefu eruð að missa af besta svefnglugganum.
Að ná að minnsta kosti 9 tíma svefni hefur verið game changer. Þegar þú ert að upplifa streitu og kulnun virðist skrokkurinn þurfa lengri tíma að knúsa Óla Lokbrá.

Vonandi nýtast þessi ráð Naglans einhverjum til að koma í veg fyrir síþreytu, kulnun eða örmögnun. Því oftar en ekki þarf bara nokkur einfaldar breytingar á lífsstílsháttum til að ná sér.

Líkaminn er mögnuð maskína sem gerir við sig sjálfur ef við gefum honum verkfærin ?? til þess þegar hann er brotinn og bugaður.

 

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Smáraskóli las mest
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir galið að það sé ekki rætt meira um heilsu í tengslum við Covid – „Þetta er bara staðreynd“

Segir galið að það sé ekki rætt meira um heilsu í tengslum við Covid – „Þetta er bara staðreynd“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Justin Bieber gerir upp handtökuna

Justin Bieber gerir upp handtökuna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Átta atriði sem ég lærði af Katrínu Tönju

Átta atriði sem ég lærði af Katrínu Tönju
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvernig gerum við gott hjónaband betra?

Hvernig gerum við gott hjónaband betra?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristín er sú eina sem starfar við þetta á Íslandi – „Þetta eru ekki bara kynlífssenur“

Kristín er sú eina sem starfar við þetta á Íslandi – „Þetta eru ekki bara kynlífssenur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um sykurstelpulífsstílinn – „Ég er ekki vændiskona“

Opnar sig um sykurstelpulífsstílinn – „Ég er ekki vændiskona“