fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Enn eitt hneykslið í stigagjöf Eurovision – Skipuleggjendur svara ekki fyrir þessi mistök

Fókus
Mánudaginn 27. maí 2019 09:00

Duncan Laurence frá Hollandi fagnar sigri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eurovision-síðan ESC XTRA segir frá enn einum mistökunum er varða nýafstaðina Eurovision-keppni, en örstutt er síðan það kom í ljós að starfsmenn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva hefðu gert mistök við útreikninga á stigagjöf dómnefndar Hvíta-Rússlands. Þá er því einnig haldið fram að mistök dómnefnda Tékklands og Svíþjóðar hafi geta skipt sköpum um hvaða lönd komust upp úr undanriðlunum.

Nú hefur ítalska ríkissjónvarpið, RAI, opinberað úrslit símakosningar í landinu, en ítalskur almenningur fékk að kjósa í seinni undanriðli og úrslitum Eurovision. Hins vegar stemma tölur RAI ekki við þær tölur sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva var búið að opinbera úr símakosningunni í Ítalíu. Forsvarsmaður RAI staðfestir í samtali við ESC XTRA að tölur stöðvarinnar séu réttar og vissi ekki af misræminu.

Ef að satt reynist, að stig RAI séu rétt, þá þýðir það að Rússar urðu efstir í ítölsku símakosningunni en ekki Noregur. Þá myndu Moldóva, Norður-Makedónía og Litháen einnig færast ofar á blaði meðal almennings í Ítalíu. Litháen komst hins vegar ekki í undanúrslit en átti það hugsanlega skilið ef tölur RAI eru réttar.

Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur ekki tjáð sig um ítölsku símakosninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“