fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Aðdáendur æfir út í Game of Thrones: „Nauðgun á ekki að vera tól fyrir valdeflingu“

Fókus
Miðvikudaginn 8. maí 2019 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er aldrei hægt að gera öllum til geðs en margir aðdáendur Game of Thrones eru sérstaklega æfir yfir senu úr nýjasta þætti seríunnar stórvinsælu.

(athugið, neðangreindar upplýsingar eru á gráu svæði fyrir alla sem hafa ekki séð þáttinn)

Ekki er átt við um Starbucks-bollann að þessu sinni, heldur samtal persónunnar Sönsu Stark (Sophie Turner) við hinn svonefnda Hound (Rory McCann). Upprifjun þeirra þykir vægast sagt umdeilt vegna þess að Sansa gefur í skyn að átökin sem hún hefur upplifað í gegnum undanfarin ár, þar á meðal prísund og nauðgun, hafi gert hana að þeirri manneskju sem hún er í dag.

„Ég hefði verið lítill fugl það sem eftir væri af minni ævi,“ segir hún og vísar í að þannig hefðu farið hlutir ef hún hefði ekki upplifað þessar hörmungar, enda hafi hún yfirstigið þau og dafnað sem einstaklingur.

Skömmu eftir að orðin voru látin falla í þættinum varð allt vitlaust á samskiptamiðlinum Twitter og margir hverjir töldu þessi orðaskipti persónunnar ósmekkleg og meira. Leikkonan Jessica Chastain er á meðal þeirra sem var ekki par ánægð með þessa senu og segir hana senda villandi skilaboð til áhorfenda.

„Nauðgun á ekki að vera notuð sem tól fyrir valdeflingu. Engin kona á að vera gerð að fórnarlambi til þess að geta orðið að fiðrildi. Þessi litli fugl var alltaf fönix,“ segir leikkonan og bætir við: „Þegar konan sigrast á sínum málum er það eingöngu vegna hennar eigin krafta.“

Á Twitter og víða hefur þessi samtalssena Sönsu verið í brennidepli en skoðanir hafa verið skiptar um það hvort þátturinn sendi þau skilaboð sem þarna er túlkað.

„Fólkið sem hefur skaðað eða sært þig gerir þig ekki að því sem þú ert. Þú sérð um það. Það er þín ákvörðun um að þroskast. Þú áttir alltaf eftir að verða þetta yndisleg og falleg, þeir eru einskis virði. Þeim má gleyma. Enn annars skítt með löt handritsskrif,“ segir einn á Twitter.


Þá kemur annar notandi á meðal þeirra radda sem telur fullmikið vera blásið úr engu.

„Sansa var bókstaflega að tala um hvernig hún náði tökum á lífi sínu ÞRÁTT FYRIR það sem hún gekk í gegnum. Hún tók þá ákvörðun að þroskast. Ég skil ekki hvernig er hægt að mistúlka þetta svona svakalega,“ segir verjandi senunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“