fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Fókus

Hatrið mun sigra á alveg nýjan hátt – Hatari eins og þú hefur aldrei séð þá áður

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. mars 2019 15:00

Hatari keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og alþjóð veit þá mun Hatari keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár með lag sitt Hatrið mun sigra. Keppir Ísland í forkeppni á fyrra kvöldinu 14. maí og eru margir veðbankar og aðdáendur sem spá Íslandi sigri í ár.
 
Hvað sem því líður þá er ljóst að Hatari á marga aðdáendur hér á landi og á meðal þeirra eru systurnar Sigríður Jóhannsdóttir og Kiddý Ámundadóttir sem eru báðar Eurovision aðdáendur.
 
Þær systur sauma einnig mikið út og hafa þær nú fært Hatara á nýtt stig og útbúið útsaumsmynstur. Þannig að núna geta áhugasamir saumað, perlað eða búið til mósaíkverk af Hatara.
 
„Hatara útsaums-munstrið er tilbúið! Fyrir alla krakka, konur og kalla. Endilega breyta og bæta við munstrið; eldtungur, diskókúlur, Palestínski fáninn! Möguleikarnir eru endalausir,“ segja þær systur og benda jafnfram á að hægt er að nota munstrið til að perla eftir því og gera mósaík listaverk.
 
Þær systur eru báðar vanar útsaumi. „Við saumum báðar út, yfirleitt í sitt hvoru lagi en höfum gert nokkur samvinnuverkefni,“ segir Sigríður í samtali við DV.  „Mamma Klemensar var fyrst til að fá munstrið.“
Þessa mynd var saumuð til heiðurs Lemmy, Ian Fraser Kilmister, söngvara og stofnanda Motörhead.
 
Aðspurð um í hvaða sæti Ísland mun lenda í ár svarar Sigríður því að hún spái Íslandi öðru sæti.
„Er samt ekki búin að hlusta á hin lögin, ég er ein af þeim sem ætlaði að sniðganga keppnina í ár.“
„Við erum með ágætt textíl safn heima til dæmis riddarateppi eftir ömmu systur minnar. Ég er með nokkur tónlistartengd verk í viðbót.“
 
Þetta munstur gerðu systurnar handa vinkonu sinni í fyrra. „Við erum saman í júró nörda klúbbi.“
Hægt er að nálgast pdf-útgáfu af Hatara með því að senda þeim systrum skilaboð á Facebook eða með því að senda tölvupóst á fokus@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 5 dögum

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla
Fókus
Fyrir 1 viku

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Tönju Ýrar vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?
Fókus
Fyrir 1 viku

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“

Alda Coco segist hafa verið kölluð „drusla, feik, heimsk og trans“
Fókus
Fyrir 1 viku

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn
Fókus
Fyrir 1 viku

Útilegutískan í sumar – Smart á ferð um landið

Útilegutískan í sumar – Smart á ferð um landið