fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Palli er umboðsmaður Bubba – „Með okkur hefur myndast fóstbræðralag og dýrmæt vinátta“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 19. janúar 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlist hefur alltaf verið fyrirferðarmikil í starfi og leik Páls Eyjólfssonar, eða Palla eins og hann er alltaf kallaður, hann starfar í einni vinsælustu hljómsveit síðustu áratuga, er umboðsmaður konungs rokksins og á stóran þátt í öflugu menningarlífi Hafnarfjarðar.

Blaðamaður DV settist niður með Palla og ræddi menningarlífið í Bæjarbíói Hafnarfjarðar, tónlistina, umboðsmennskuna og æskuna í Vestmannaeyjum. 

Þetta er hluti af stærra helgarviðtali í DV sem kom út föstudaginn 18. janúar.

Palli er með mörg járn í eldinum og svona má oft sjá hann, í símanum að skipuleggja. Mynd: Einar Bárðarson.

Umboðsmennskan og samstarfið við Bubba

Palli hefur ekki bara verið hljómsveitarmeðlimur Papanna, því hann hefur ávallt verið beggja vegna borðsins, sem meðlimur og umboðsmaður sveitarinnar. Og í gegnum tíðina hefur hann verið umboðsmaður fjölda hljómsveita og tónlistarmanna, þar á meðal konungs rokksins, Bubba. „Í dag er ég bara umboðsmaður minnar sveitar og Bubba, sem er stórt og mikið starf á ársgrundvelli, en ég tek að mér verkefni fyrir fjölda listamanna og vinn mikið heildrænt fyrir fyrirtæki, en fyrst og fremst rek ég Bæjarbíó.“

Árið 1999 stofnaði Palli umboðsskrifstofuna Promo, ásamt Tómasi Tómassyni. „Þá hafði ekkert svona verið til þannig að við byrjuðum á að vera umboðsmenn vel flestra hljómsveita, svo þegar við vorum búnir að vera það í smátíma þá tókum við að okkur að sjá um ballstaðina og réðum inn allar sveitir þar, gerðum auglýsingapakka og allan fjandann,“ segir Palli. Árið 2002 skildi leiðir og Palli stofnaði eigin umboðsskrifstofu, Prime, sem hann á enn í dag. „Í kjölfarið var ég með töluvert af hljómsveitum, en eftir því sem tíminn leið þá fór ég að draga úr því og fór meira í verkefnavinnu.“

Aðspurður af hverju listamenn þurfi umboðsmann, segir Palli að þeir þurfi oft hagsmunagæsluaðila sér við hlið. „Fjármál eru ekki endilega fremst á listanum hjá þeim, og oft ekki þeirra sterkasta hlið, þeir eru svo uppteknir í sköpuninni og þurfa pláss til að skapa. Svo er oft erfitt að semja fyrir sjálfan sig. En margir sjá um þetta sjálfir og gera það mjög vel.“

Samstarf og vinátta Palla og Bubba hefur verið farsæl í mörg ár.

Hvernig er samstarfið við Bubba?

„Samstarf okkar Bubba hefur alltaf haldið og það er engin tilviljun að hann er stærstur, hann hefur svo mikla yfirburði á svo mörgum sviðum. Það er gott að vinna fyrir hann, hann ber svo fullkomið traust til samstarfsins, það gera ekki allir, og það er aðdáunarvert að sjá hvað hann er öflugur í að velja sér samstarfsfólk. Hann er óhræddur við að taka áhættu, frjór og skapandi, það er gríðarlega skemmtilegt að vinna með svoleiðis fólki. Þegar tíminn líður þá mun Bubbi vera á hillu með Laxness bókmenntanna og Kjarval myndlistarinnar, hann er það stór. Svo hefur samstarf okkar þróast, með okkur hefur myndast fóstbræðralag og dýrmæt vinátta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“

Ingó Veðurguð sendir frá sér lag sem hann segir að geti orðið umdeilt – „Það er ekki kjaftur á listamannalaunum í Kenya“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt lag frá frá bræðrunum í Omotrack

Nýtt lag frá frá bræðrunum í Omotrack
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhannes Haukur hlutgerður í athugasemdum hjá stórleikara: „…Ég er að FÍLA ÞAÐ!“

Jóhannes Haukur hlutgerður í athugasemdum hjá stórleikara: „…Ég er að FÍLA ÞAÐ!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Erla leitar til landsmanna til að halda sér uppi í fæðingarorlofinu

Margrét Erla leitar til landsmanna til að halda sér uppi í fæðingarorlofinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vafasamar fullyrðingar um megrunarkaffi: Törutrix fékk 150 þúsund króna sekt – Ábendingin kom frá Töru Margréti

Vafasamar fullyrðingar um megrunarkaffi: Törutrix fékk 150 þúsund króna sekt – Ábendingin kom frá Töru Margréti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ

Manuela Ósk birtir fyrstu myndina úr Allir geta dansað: „GARG ÉG ER SVO STRESSUГ