fbpx
Mánudagur 22.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Tveggja ára drengur með sjaldgæfan hjartagalla stjórnaði jólaljósum með hjartslætti sínum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 26. desember 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Billy Hopkin, tveggja ára gamall drengur sem fæddist með sjaldgæfan hjartagalla, fékk einstakt verkefni núna fyrir jólin.

Billy fékk að stjórna jólaljósunum í kringum Seven Dials minnismerkið í West End í London með hjartslætti sínum.

Ljósin flöktu þar til Billy tók við og ljósin blikkuðu í takt við hjartslátt hans. Hversu fallegt?

„Jólin eiga að vera hamingjuríkasti tími ársins, en það er auðvelt að gleyma því að margar fjölskyldur eru að ganga í gegnum erfitt tímabil, og hafa jafnvel ekki tækifæri á að verja jólunum saman,” segir Rebecca, mamma Billy.

„Mig langaði að vera með í þessu verkefni af því að við höfum oft átt erfitt á jólum og ég vildi að aðrar fjölskyldur í sömu stöðu vissu að þær eru ekki einar.“

Verkefnið fór fram til að vekja athygli á og safna fjármunum til styrktar Tiny Tickers góðgerðarsamtökunum.

„Það er mikilvægt að halda umræðunni háværri og vekja athygli á hjartasjúkdómum, en líka að vekja athygli fólks á þeim áhrifum sem sjúkdómurinn hefur á fjölskylduna í heild,“ segir Rebecca.

„Við viljum að fólk staldri við og hugsi, af því að sjúkdómurinn getur komið fyrir hjá hverjum sem er. Sem betur fer njótum við góðs stuðnings góðgerðarsamtaka eins og Tiny Tickers, en peningarnir vaxa ekki á trjánum, þeir koma frá almenningi. Þannig að ég vona að verkefnið fái fólk til að gefa, þó ekki sé nema litla upphæð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Mynd dagsins: Helga Arnardóttir gengur með væntanlegt áramótabarn

Mynd dagsins: Helga Arnardóttir gengur með væntanlegt áramótabarn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helena Reynis gengin út

Helena Reynis gengin út
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifnar gallabuxur eru ekki sniðugar í sólinni – Sjáðu myndirnar

Rifnar gallabuxur eru ekki sniðugar í sólinni – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mynd dagsins: Hannes í skrautlegum hóp í Las Vegas

Mynd dagsins: Hannes í skrautlegum hóp í Las Vegas
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórfurðuleg mynd af Guðna vekur athygli – „Þarna var einhver töframaður sem vildi sýna kúnstir sínar“

Stórfurðuleg mynd af Guðna vekur athygli – „Þarna var einhver töframaður sem vildi sýna kúnstir sínar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Smellir í ellinni: Efri árin leika Íslendinga misgrátt – Sjáið myndirnar

Smellir í ellinni: Efri árin leika Íslendinga misgrátt – Sjáið myndirnar