fbpx
Fimmtudagur 17.október 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Þegar hermennirnir héldu jólin með Íslendingum – Sjáðu myndirnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 24. desember 2018 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tímaritinu Life Magazine frá 24. janúar 1944 birtist grein undir fyrirsögninni „ Jól á Íslandi“, sem fjallaði um jól bandaríska hersins á Íslandi árið 1943. 

Í greininni er stuttlega fjallað um jól bandarísku hermannanna á Íslandi 1943 og á milli lína má lesa að móttökur Íslendinga  hafi upphaflega verið heldur kuldalegar. Greinahöfundur segir þó að þessi jólin hafi viðmót Íslendingana batnað til muna. Fyrir jólin hafði greinilega ekki verið draumur margra íslenskra kvenna að vera með dáta, en samkvæmt greininni mættu, í fyrsta sinn, fleiri en sex íslenskar konur á dansleik til hermannanna.

„ Amerískir hermenn vörðu þeirra þriðju, og bestu, jólum á Íslandi þennan veturinn. Eftir 29 mánaða hernám eru þeir orðnir hluti samfélagsins á þessum kuldalega stað í Atlantshafinu og samfélagið hluti af þeim. Íslendingarnir sjálfir, en kuldalegt tómlæti þeirra er eitt af náttúruhættum eyjunnar, hlýnuðu gagnvart Ameríkönunum sem aldrei fyrr. Á jólakvöldi var herliðunum boðið til messu í lúthersku kirkjunni og þar var sem fór fram kertalýst hátíðarathöfn. Íslenskur kór flakkaði milli amerískra spítala og hermenn héldu jólaböll fyrir íslensk börn. Á dansleik sem haldinn var í einni af miðstöðvum rauða krossins, mættu 68 íslenskar stúlkur, en áður höfðu aldrei mætt fleiri en sex. Hátíðarandinn var mikill.  Búðirnar voru skreyttar með jólaskreytingum og í stað Spam skinkunnar sem var borðuð fyrstu jól herliðanna á eyjunni átu menn kalkún og drukku bjór. Jólin náðu jafnvel til einangraðra svæða þar sem eftirlitssveitir voru veðurtepptir. Flugvélar hentu til þeirra mat og jólatrjám.“

Greinina má finna hér

Það kom ekki að sök þótt að kirkjan væri lúthersk því herprestur bandaríkjamanna hélt þar athöfn sem hentaði einnig kaþólskum.
Hermenn syngja jólalög fyrir Svein Björnsson forseta Íslands.
Hermenn henda jólatrjám úr flugvél til að veðurtepptir kollegar þeirra geti átt gleðileg jól.
Hermennirnir héldu jólaböll fyrir íslensk börn.
Íslenskur kór syngur fyrir bragga-spítala.
Í textanum við þessa mynd hjá Life Magazine segir : „Óvanalegt hlutfall tveggja íslenskra kvenna um einn amerískan hermann átti sér stað hjá þessum á dansleik rauða krossins. Kæruleysisfas hermannsins gefur ranga mynd af hversu sjaldgæft þetta ástand er.“
„Íslenskar stelpur slöppuðu af um jólin og fjölmenntu á hermanna böll. Hér umkringir hermaðurinn herkænskulega dömuna á meðan hann sýnir henni ljósmyndir.“
Hermaður og íslensk stúlka tjútta.
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bergþóra fór á ævintýralega slæmt deit – Dró skyndilega upp handbrúður úr pokanum

Bergþóra fór á ævintýralega slæmt deit – Dró skyndilega upp handbrúður úr pokanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líf Stefaníu breyttist eftir að hún fór til miðils – „Ég hefði hundrað prósent verið blindfull fyrir utan B5“

Líf Stefaníu breyttist eftir að hún fór til miðils – „Ég hefði hundrað prósent verið blindfull fyrir utan B5“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fanndís frumsýndi nýjan kærasta um helgina: Fyrrum landsliðsmaður

Fanndís frumsýndi nýjan kærasta um helgina: Fyrrum landsliðsmaður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunneva og sonur Bjarna Ben í sambandi

Sunneva og sonur Bjarna Ben í sambandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pierce Brosnan þakkar Húsvíkingum fyrir hlýjar móttökur

Pierce Brosnan þakkar Húsvíkingum fyrir hlýjar móttökur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda Pé varð gjaldþrota: „Missti ég alla von og vildi ekki lifa lengur“

Linda Pé varð gjaldþrota: „Missti ég alla von og vildi ekki lifa lengur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlar eiga að stjórna: „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði hvað við erum komin stutt á leið“

Karlar eiga að stjórna: „Það eru ótrúlega mikil vonbrigði hvað við erum komin stutt á leið“