fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Jólamarkaður Gamla bíós – Kósý jólastemning í fornfrægu húsi

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 20. desember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólamarkaður verður haldinn í Gamla bíó föstudaginn og laugardaginn 21. og 22. desember frá klukkan 15-22.


Alls kyns varningur og góðgæti verða á boðstólum: ilmandi kakó, vöfflur, jólaglögg og fleira ljúfmeti verður í létta jóla-kaffihúsinu sem poppa mun upp í andyrinu. Það verður kósý jólastemning í þessu fornfræga og fallega húsi í hjarta borgarinnar. Á markaðnum mun ægja saman handverki, hönnun, list, framandi varningi og skemmtilegri tónlist. 

 

Það er Markaðstorg hins himneska friðar í samstarfi við Gamla bíó sem standa fyrir þessum skemmtilegheitum, en þau hafa áður staðið fyrir POPUP mörkuðum víðsvegar um borgina frá því síðsumars, með markaðs uppákomum og gleði fyrir vegfarendur.

Það verða um 20 söluaðilar og listamenn á svæðinu og allir ættu að geta fundið eitthvað fallegt í jólapakkann: íslenska hönnun, skart, list margskonar, handofin silkisjöl frá framandi slóðum, fatnað, ódýrar barnabækur og alls kyns gersemar til að gleðja sína nánustu eða bara sig sjálf.

 

DJ Sir Dancelot og Kiddi Kanína sjá um ljúfa og hressa tóna til að halda uppi rétta jólaandanum. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Leikarinn opnar sig um slysið skelfilega – „Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu“

Leikarinn opnar sig um slysið skelfilega – „Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu“
Fókus
Í gær

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katy Perry brotnaði saman á sviði eftir harða gagnrýni

Katy Perry brotnaði saman á sviði eftir harða gagnrýni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir