fbpx
Laugardagur 25.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Allir gráta og Minningarsjóður Einars Darra færa leik- og grunnskólum kærleiksgjöf

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 18:00

Rebekka Jónsdóttir á Múlaborg tekur við góðri gjöf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagasamtökin Allir gráta  og Minningarsjóður Einars Darra gefa kærleiks gjöf, bókina Tilfinninga Blær, til allra leik- og grunnskóla landsins.

Fyrstu tvær bækurnar voru afhentar í dag, til tveggja leikskóla sem eru báðum samtökunum einstaklega kærir.

Gunnur leikskólastjóri tók við bókinni í Garðaborg, sem dýrmæta Eva Lynn heitin, systir Arons, mágkona Hildar og frænka Birnis Blæs gekk í og
Rebekka leikskólastjóri tók við bókinni í Múlaborg, þar sem dýrmæti Einar Darri heitin, sonur Báru og systir Andreu gekk í.

Hildur Skúladóttir og Aron Már Ólafsson frá Allir gráta, ásamt molanum þeirra, Birni Blæ, Gunnur Árnadóttir, leikskólastjóri á Garðaborg, og Bára Tómasdóttir og Andrea Ýr Arnarsdóttir frá Minningarsjóði Einars Darra.

Bókin verður send til allra leik- og grunnskóla á næstu dögum.

„Í sameiningu munum við gefa öllum leik- og grunnskólum Íslands eintak af bókinni,“ segir Andrea Ýr Arnarsdóttir, formaður Minningarsjóðs Einars Darra.

Tilfinninga Blær er fræðslubók um tilfinningar ætluð börnum á aldrinum 2-8 ára. Bókin er skrifuð af forsvarsmönnum Allir gráta, í þeim tilgangi að aðstoða börn við að þekkja grunntilfinningarnar, kynnast dæmum um þær, sjá birtingarmyndir þeirra og hvernig sé hægt að bregðast við þeim.

„Við teljum málefni Ég á bara eitt líf og Allir gráta, tengjast að mörgu leiti og með því að gefa bókina í leik- og grunnskóla viljum við stuðla að markmiðum okkar beggja. Markmið Allir gráta felur í sér að efla geðheilsu barna og ungmenna, sem við teljum að geti spornað við misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkniefnum seinna á ævinni, sem er eitt af markmiðum Ég á bara eitt líf. Við vonum innilega að bókin muni nýtast í þvi dýrmæta starfi sem fer fram í leik- og grunnskólum landsins,“ segja forsvarsmenn Minningarsjóðs Einars Darra og Allir gráta.

Facebook-síða Allir gráta.

Facebook-síða Minningarsjóðs Einars Darra.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingvar E. Sigurðsson fékk leikaraverðlaunin í Cannes

Ingvar E. Sigurðsson fékk leikaraverðlaunin í Cannes
Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Erla kynntist kærastanum á Tinder – Eiga nú von á barni: „Við ákváðum strax að byrja saman“

Margrét Erla kynntist kærastanum á Tinder – Eiga nú von á barni: „Við ákváðum strax að byrja saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

22 smáatriði sem þú tókst pottþétt ekki eftir í lokaþætti Game of Thrones

22 smáatriði sem þú tókst pottþétt ekki eftir í lokaþætti Game of Thrones
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stebbi Hilmars kannar listamannalaun

Stebbi Hilmars kannar listamannalaun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi barnastjarna opnar sig um Michael Jackson: „Það var einn hlutur sem hann gerði sem var frekar óviðeigandi“

Fyrrverandi barnastjarna opnar sig um Michael Jackson: „Það var einn hlutur sem hann gerði sem var frekar óviðeigandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvartað yfir flugmiðamálinu: „Þetta er óneitanlega eitthvað sem fór fyrir brjóstið á mér“

Kvartað yfir flugmiðamálinu: „Þetta er óneitanlega eitthvað sem fór fyrir brjóstið á mér“