fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Fyndin og frekar hreinskilin lýsing á stjörnumerkjunum – HRÚTURINN

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 1. desember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höldum áfram með skemmtilegar og frekar hreinskilnar lýsingar á stjörnumerkjunum.
Nú er það Hrúturinn ( 21. mars – 19. apríl).

Hrúturinn hefur montið yfirbragð, en færi betur að sýna minna af því, þar sem  hann er stöðugt að reka hornin í allt.

Hrúturinn segir sjaldnast eitt og gerir annað. Hann gerir yfirleitt það sem er rangt og ræðir það svo ekki meira. Aldrei benda Hrútnum á það, nema þú viljir sjá nýrun á þér dregin út um ennisholurnar. Hrúturinn elskar Fiskinn vegna þess að hann heldur Hrútnum á jörðinni.

Hvort sem Hrúturinn býr í þakíbúð í Skuggahverfinu eða í tjaldi í Laugardal mun hann halda því fram til dauðadags að það sé akkúrat hlutskiptið sem hann valdi sér.

Hrúturinn fæðist ekki, hann einfaldlega poppar út úr móðurkviði, jafnvel á hjólaskautum.

Hrúturinn tekur ákvarðanir um líf sitt strax sem ungabarn. Hrúturinn giftist nokkrum sinnum, svona upp á grínið, en skilur aldrei. Makar þeirra falla bara frá. Guð er líklega í Hrútsmerkinu, Skrattinn er þá Vatnsberi.

Hrúturinn er alltaf í stjórnendastöðu. Ef hann væri settur í að þrífa salerni, myndi hann stofna félag einn og sér og fara síðan og mótmæla út á bílastæði. Hrútar halda allir að þeir séu Gvendur jaki. Fólk hleypur í burtu þegar Hrúturinn mætir á svæðið. Þau vita að ef þau gera það ekki, þá mun Hrúturinn trylla þau. Hrúturinn hatar að hlusta á Sporðdrekann tala vegna þess að Hrúturinn stærir sig af því að vera enn meira upptekinn af sjálfum sér. Sporðdrekanum til mikils ama, þá er Hrúturinn mesti skíthællinn af öllum stjörnumerkjunum. Hornin á honum eru alltaf í koppi annarra.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“