fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sveinn Hjörtur um áhrifavalda: „Vinnst ekki með auglýsingum og augnabliksfrægð á veraldarvefnum“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 3. nóvember 2018 23:00

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, einn stofnenda Miðflokksins skrifar í bloggi sínu á Eyjunni um áhrifavalda.

Það er þannig í lífi okkar að við hittum fyrir fólk sem oft á tíðum kemur óvænt í líf okkar. Aðrir koma með vindinum og stökkva með þér um borð þangað sem vindurinn feykir þér. Aðrir koma með einhverskonar vitund og lífsreglum, visku og hæfileika til að vera sem fyrirmyndir í leik og starfi. Margir af þeim skildu eftir sig haf af visku, fræðslu, og eftir sitja minningar um þetta fólk sem með einum eða öðrum hætti setti mark sitt á söguna, ekki með 30 sekúndna videómyndskoti á vefmiðlum – heldur í hina lifandi sögu veraldar. Þetta fólk breytti sögunni margt hvert – og gerir enn!

Að vera áhrifavaldur vinnst ekki með auglýsingum og bellibrögðum kaupmennsku og augnabliks frægðar á veraldarvefnum, heldur með þeirri andlegri gjöf og visku sem manneskjunni er gefið með þeim hæfileika til að skilja eftir sig spor sem aldrei hverfa – vera fyrirmynd – óumbeðin fyrirmynd. Spor sem stígin voru með innlegg þeirra til heimsins, bara með orðum þeirra og hátterni. Það eru áhrifavaldar heimsins, hinir sönnu sem eftir er tekið, en á hraða nútímans er líkt og blik þeirra hverfi í hraðanum. En það mun aldrei gleymast – það verk sem eftir þau eru, því sagan er það sterk sem eftir þau eru og er enn að skrifast.

Ég var því hissa á því að heyra að nýjasti starfstitillinn í dag er „áhrifavaldur.“ Stundum hugsa ég því alvarlega; „hvert er þessi þjóð að fara?“

*Ég birti hér nokkra af þeim áhrifavöldum í lífi mínu, fyrir utan foreldra mína sem kenndu/kenna mér um lífið, nákvæmlega eins og það er glyslaust. Ég er enn að læra!

Vilhjálmur Vilhjálmsson
Vigdís Finnbogadóttir
Mahatma Gandhi
Sigurbjörn Einarsson
Marilyn Monroe
Elvis Presley
Dale Carnegie
Björgvin Halldórsson

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“