fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Víti í Vestmannaeyjum vinnur til verðlauna í Bandaríkjunum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum vann á föstudag til verðlauna á Chicago International Children’s Film Festival. Myndin keppti í flokki kvikmynda í fullri lengd og hlaut verðlaun barnadómnefndar hátíðarinnar.

Verðlaunin eru mikill gæðastimpill en hátíðin er stærsta og elsta kvikmyndahátíð ætluð börnum í Norður Ameríku. Þetta eru þriðju alþjóðlegu verðlaun kvikmyndarinnar en hún hefur keppt á hátíðum um allan heim.


Víti í Vestmannaeyjum sló í gegn í bíóhúsum landsins fyrr á þessu ári en yfir 35 þúsund manns sáu hana í bíó. Víti í Vestmannaeyjum: Sagan Öll sjónvarpsþættir hafa verið á dagskrá RÚV í vetur.

Víti í Vestmannaeyjum byggir á samnefndri metsölubók Gunnars Helgasonar og fjallar um hinn tíu ára gamla Jón sem fer ásamt liðsfélögum sínum í fótboltaliðinu Fálkum í þriggja daga keppnisferð á fótboltamót í Vestmannaeyjum. Þar kynnist hann Ívari, jafnaldra sínum úr ÍBV sem þarf óvænt á hjálp að halda, og allt í einu eru átökin bundin við fleira en fótboltavöllinn. Leikstjóri myndarinnar er Bragi Þór Hinriksson en Sagafilm sá um framleiðslu.

Víti í Vestmannaeyjum heitir The Falcons á ensku en hér má finna meira um verðlaunin og Chicago International Children’s Film Festival.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“