fbpx
Fimmtudagur 29.júlí 2021
Fókus

Kristinn vildi í samstarf með Ronaldo – Strípaði sig á Austurvelli í maníu

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. október 2018 13:00

Kristinn og Cristiano Taldi að Herbalife samstarf væri í vændum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Rúnar Kristinsson hefur barist við geðhvörf í tæpan áratug og lent í ýmsum skrautlegum uppákomum í því alsæluástandi sem því fylgir. Hann komst í fréttirnar þegar hann berháttaði sig á Austurvelli, reyndi að tengjast Cristiano Ronaldo í gegnum Herbalife og stýrði umferð á sundskýlunni einni fata. Þetta skrásetur hann í bókinni Maníuraunir: Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli sem kemur út 25. október. DV ræddi við Kristin um þessa baráttu.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Kristinn og Cristiano Ronaldo

Í maníu fylltist Kristinn óbilandi sjálfstrausti og nefnir hann að hægt sé að nýta það ástand til góðs. Margt hæfileikafólk sem skarað hefur fram úr á sínu sviði hefur verið með geðhvörf. Það hefur ekki alltaf endað vel, til dæmis hjá Vincent van Gogh, Kurt Cobain, Marilyn Monroe og Amy Winehouse.

„Það fylgir þessu líka mikilmennskubrjálæði og ranghugmyndir, sérstaklega í lokin. Þú verður miðpunktur alheimsins og heldur að þú getir meira en þú getur. Hjá mér koma iðulega upp atvinnumannsdraumar í íþróttum. Það var sárt að ekkert varð úr fótboltanum, þar sem hafðar voru væntingar um slíkt. Þegar ég var tíu ára æfði ég mig í að skrifa eiginhandaráritanir hratt þar sem ég var farinn að undirbúa mig furir að þurfa að skrifa þúsundir. Þegar ég flosnaði upp úr boltanum fann ég fyrir mikilli skömm og hef ekki jafnað mig á því enn.“

Í einu ástandinu birti Kristinn mynd af sér við auglýsingaskilti sem á var mynd af knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo að auglýsa Herbalife, vöru sem Kristinn seldi og notaði mikið áður fyrr.

„Ég setti myllumerki við og var alveg sannfærður um að hann myndi sjá þetta og heyra í mér í kjölfarið. Við myndum síðan fara í samstarf. Það hafa komið upp fleiri tilvik þar sem ég hef heyrt eða séð eitthvað, til dæmis lög í útvarpinu, og fundist talað til mín. Þetta eru mjög algeng einkenni og margir hafa ferðast milli landa til að hitta átrúnaðargoðin sín,“ segir Kristinn og hlær.

 

Strípalingur á Austurvelli

Á loka stigi maníu fer Kristinn að finna fyrir ofsóknarbrjálæði og ofsahræðslu. Hann heldur þá að einhver sé að elta hann og reynir þá að flýja, til dæmis með því að keyra hratt í burtu. Kristinn hefur einnig sýnt af sér annars konar undarlega hegðun í maníu, til dæmis í tvö skipti tekið að sér að stýra umferð og í annað skiptið á sundskýlu einni fata.

„Ég hafði búið í Mexíkó og séð hvernig umferðarmenningin þar var betri en hér heima. Í eitt skipti var ég að stjórna umferð við Smáralindina, banka í rúður hjá fólki og skamma það. Eftir það skipti fór ég í nauðungarvistun á bráðageðdeild. Í hitt skiptið var ég heitum potti heima á Digranesheiðinni. Þá fór ég á skýlunni að Digranesveginum, stýrði umferð og skammaði fólk. Þá kom Biggi lögga og handtók mig og ég var fluttur á geðdeild.“

Undirtitill bókarinnar vísar í atvik sem átti sér stað á Austurvelli árið 2015 í kringum #freethenipple-átakið, þegar stúlkur gengu um berar að ofan. Kristinn varð vitni að þessu og fannst vera einhver ástæða fyrir því að hann væri þarna. Hann gekk því að styttunni af Jóni forseta og klæddi sig úr öllum fötunum til að sýna baráttunni samstöðu.

„Það var hringt í lögguna en ég var fljótur í fötin aftur og kom mér á brott. Ég var í bol merktum Herbalife og félagi minn úr körfunni, sem var í löggunni, áttaði sig á hver strípalingurinn hefði verið. Þá var mér fylgt inn í lögreglubíl.“

Bókin Maníuraunir – Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli kemur út þann 25. október og verður fáanleg á kristinnrunar.com. Hægt er að panta eintak nú þegar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Róbert Wessman selur hulduhús í Garðabænum og vill 400 milljónir fyrir það

Róbert Wessman selur hulduhús í Garðabænum og vill 400 milljónir fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslendingar missa sig yfir myndinni af stjörnuparinu – „Ég tók bókstaflega andköf“

Íslendingar missa sig yfir myndinni af stjörnuparinu – „Ég tók bókstaflega andköf“
Fókus
Fyrir 1 viku

Foreldrar Darra eru í kapphlaupi við tímann eftir að endurkomukrabbamein greindist – „Auðvitað mölvar þetta mömmuhjartað“ – Söfnunarreikningur

Foreldrar Darra eru í kapphlaupi við tímann eftir að endurkomukrabbamein greindist – „Auðvitað mölvar þetta mömmuhjartað“ – Söfnunarreikningur
Fókus
Fyrir 1 viku

Piers Morgan lætur Harry heyra það – „Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“

Piers Morgan lætur Harry heyra það – „Þú hlýtur að vera að fokking djóka?????“