fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Fókus

Róbert var lagður inn með hjartabilun sama dag og faðir hans lést: „Maður vinnur sig áfram og er þakklátur fyrir að fá einn séns í viðbót“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 7. apríl 2018 15:00

Róbert Veigar Ketel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söfnun sett af stað fyrir fjölskylduna – Nærsamfélagið sýnir stuðning og samkennd

Róbert Veigar Ketel veiktist alvarlega fyrir rúmum mánuði og var lagður inn á sjúkrahús, sama dag og faðir hans, Walter, varð bráðkvaddur. Eftir miklar rannsóknir var Róbert greindur með hjartabilun og starfar hjartavöðvinn aðeins um 15–20%. Róbert dvelur nú á Reykjalundi í endurhæfingu og batameðferð.
Söfnun er hafin til að styðja Róbert og fjölskyldu hans, en hann og kona hans, sem er öryrki eftir skelfilegt slys, eiga fjögur ung börn.

„Þetta er stór spurning,“ segir Róbert aðspurður hvernig tilfinning það sé að vera kippt út úr daglegu lífi. „Það er búið að taka þessar vikur að átta sig á þessari spurningu og ég er ekki ennþá búinn að því. Ég er bara hér á fleygiferð og veit ekki hvert ég fer. Það er líka hrikalegt að vita af konu og börnum heima og geta ekkert gert. Það er það erfiðasta í þessu.“

Róbert dvelur á Reykjalundi og vinnur að bata.

Róbert verður 38 ára þann 20. apríl næstkomandi og eiga hann og kona hans, Inga Dröfn Sváfnisdóttir, fjögur börn; 12 ára son og þrjár dætur, sem eru 1, 3 og 11 ára. Inga er öryrki eftir skelfilegt slys í Bláfjöllum árið 2012. Hún fór mjög illa í því slysi, er með taugaskaða niður í hægri fót, en hún háls-, hrygg- og bringubeinsbrotnaði við slysið. Inga hafði lokið námi við Bændaskólann á Hólum og var að vinna á fullu við tamningar þá.

Róbert og Inga, ásamt eldri börnunum þremur.

Börnin fjögur: Marikó Árný, 3 ára, Kamilla Hafdís, 10 ára, Andreas Haraldur, 12 ára, og Dalía Lórey, 1 árs.

Lagður inn á spítala sama dag og faðir hans varð bráðkvaddur

„Róbert byrjaði að vera slappur í byrjun desember, þreyttur og móður,“ segir Hugrún, yngri systir hans. „Í febrúar var flensa búin að ganga hér yfir okkur öll og hann varð mjög slappur, ég heimsótti hann og dreif hann með mér á sjúkrahús á Selfossi, þá var hann kominn með flensu, lungnabólgu og þeir fundu út að hann væri kominn með RS-vírus, kominn með sýkingu í gallblöðruna og þeir sáu stækkun í hjartanu. Hann varð mjög veikur og eftir því sem hann var skoðaður meira sáu þau hvað hjartað var illa farið.

Læknar telja líklegast að hann hafi fengið vírus í hjartað, en hallast líka að því að þetta gæti verið erfðagalli. Þannig að ég og eldri bróðir okkar erum að fara í allsherjarrannsókn núna í apríl hjá hjartalækni Róberts. Faðir okkar hafði fengið kransæðastíflur og því er ráðlegt að skoða okkur.

Eldri bróðir okkar, það var eitthvað með hjartað hjá honum fyrir nokkrum árum,“ segir Hugrún. „Síðan var hann í heimsókn hjá Róberti og fékk aðsvif, þannig að hann var bara drifinn strax í þræðingu. Það verður síðan skoðað nánar þegar við förum í rannsóknina.“

Walter Ketel, faðir þeirra, var hálfjapanskur og hálfþýskur og fór útför hans fram 12. mars síðastliðinn, „duftkeri hans verður síðan komið fyrir síðar í duftgarðinum við Garðakirkju á Álftanesi.

Mamma er líka öryrki, hún er með lupus, þannig að pabbi var fyrirvinnan hennar, þetta er nýr kafli hjá okkur öllum,“ segir Hugrún og bætir við: „Róbert fær að fara heim um helgar og mamma „passar“ hann. Hann er ósköp duglegur og ber sig vel. En það er erfitt að kyngja því að vera orðinn sjúklingur.“

Plan A er í gangi og unnið í bata

„Lyfjameðferð verður haldið áfram um óákveðinn tíma,“ segir Róbert.

„Það eru hvíldartímar inni á milli sem eru hluti af dagskránni, ég er ekki að frá morgni til kvölds. Á eins og hálfs tíma fresti á ég að leggja mig,“ segir Róbert og hlær. „Maður er bara meðhöndlaður eins og lítill sparigrís.

Læknirinn minn segir mér bara að halda áfram og vera ekkert að spá í plan B. Við erum bara að vinna í plani A og að vinna á fullu að bata. Það er einhver virkni kominn til baka, ég var í 13%, en er kominn í 17 eða 18%. Það er mjög mikill munur á þessum örfáu prósentum.“

Læknar vona að Róbert styrkist með lyfjagjöfum, en ef það gerist ekki þá þarf hann að fara í hjartaskipti til Gautaborgar og er hann nú þegar kominn á líffæragjafalista eftir hjarta.

„Það er búið að halda vel utan um mig hér, tala mig í gegnum þetta allt saman og hjálpa mér. Það er svo auðvelt að missa höfuðið undir koddann. Það koma slæmir tímar, en maður vinnur sig áfram, hugsar um börnin og konuna og þakklátur fyrir að fá einn séns í viðbót.

Ég fer næst í ómskoðun á miðvikudag í næstu viku og þá fáum við að sjá hvort hjartað hefur minnkað eða stækkað.

Ég vil þakka fyrir allt og alla hlýjuna,“ segir Róbert, „maður er bara hissa og bit, en fyrst og fremst þakklátur.“

Nærsamfélagið kemur til aðstoðar – Heimilið sett í stand

Róbert og Inga keyptu í fyrra gamlan sveitabæ, rétt fyrir utan Stokkseyri sem þau ætluðu að gera upp og var Róbert búinn að vinna í honum og bærinn orðinn fokheldur þegar hann veiktist. Róbert var búinn að fara til útlanda og kaupa allt fyrir húsið í Póllandi, tveir gámar komu síðan til landsins tíu dögum eftir að hann veiktist. Ljóst var að fjölskyldan þurfti aðstoð við að tæma gámana og gera húsið að heimili.

Lækjarbakki, heimili fjölskyldunnar.

„Þannig að það var sent út neyðarkall og fjöldi fólks kom og aðstoðaði við að setja upp innréttingar, gólfefni og fleira, til að gera heimilið vistlegt fyrir þau,“ segir Hugrún. Hópurinn SOS á Lækjarbakka á Facebook samanstendur af fólkinu sem kom fjölskyldunni til aðstoðar. „Það er heldur betur búið að gerast mikið,“ segir Hugrún.

„Þetta er lygilegt. Maður er bara orðlaus. Þvílíka baklandið sem maður á,“ segir Róbert, sem fékk að skjótast heim til að kíkja. „Það var gott að komast heim og sjá nýja heimilið.“

Söfnun hrundið af stað – Vinur gaf verðlaunafé

Róbert og Inga eru mikið hestafólk og hjá heimili þeirra er er fjárhús sem stóð til að breyta í hesthús. Vinur þeirra, Sigurður Vignir Matthíasson afreksknapi, gaf þeim verðlaunafé sem hann fékk fyrir sigur í 150 metra skeiði í meistaradeild Cintamani-hestaíþrótta sem fram fór um páskana á Selfossi. Hvatti hann aðra hestamenn sem tök hafa á að styrkja fjölskylduna.

Róbert ásamt dótturinni Kamillu Hafdísi.

Stóðhestaveisla sem fram fer í Samskipahöllinni á morgun, laugardaginn 7. apríl klukkan 20, mun einnig nýtt til söfnunar fyrir fjölskylduna, en 500 krónur af hverjum seldum miða renna til hennar. Jafnframt verða happdrættismiðar boðnir til sölu.

Dagmar Helga Traustadóttir, frænka Róberts, setti upp söfnunarreikning, sem skráður er á hennar nafn. „Staðan hjá þessari elskulegu fjölskyldu er því mikil áskorun og langar okkur stórfjölskylduna að setja af stað söfnun þar sem við vonum innilega að margt smátt geri eitt stórt. Okkar von er að geta létt aðeins undir fjárhagsáhyggjum þeirra þar sem þau hafa nóg á sinni könnu með að sigrast á veikindunum og þeim áföllum sem dunið hafa á fjölskyldunni undanfarið.“

Við hvetjum þá sem geta lagt fjölskyldunni lið að gera það.
Reikningur:1106-05-400364
Kennitala:100270-4209

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég þarf að biðja hana um að „passa“ börnin okkar“

„Ég þarf að biðja hana um að „passa“ börnin okkar“
FókusFréttir
Fyrir 3 dögum

Kallar veggjakrotara glæpamenn sem svífast einskis – „Það þarf, nauðsynlega, að stöðva veggjakrot“

Kallar veggjakrotara glæpamenn sem svífast einskis – „Það þarf, nauðsynlega, að stöðva veggjakrot“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eva byggði útieldhús fyrir sumarbústaðinn

Eva byggði útieldhús fyrir sumarbústaðinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu

Guðrún tók gamalt fellihýsi í gegn með glæsilegri útkomu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Guðni fagnar stórafmæli móður sinnar

Guðni fagnar stórafmæli móður sinnar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Klæðaburður Kára vekur athygli – „Ekki spurning að hann er trendsetter“

Klæðaburður Kára vekur athygli – „Ekki spurning að hann er trendsetter“
Fókus
Fyrir 1 viku

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík

Detox-drottningin ánægð með Krýsuvík
Fókus
Fyrir 1 viku

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið

Haukur deilir á foreldra sem hlífa börnum sínum of mikið