fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Ofbeldi í nánum samböndum

Eyjan
Laugardaginn 14. júní 2025 06:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Landnámabók er sagt frá ömurlegu hjónabandi þeirra Hallbjarnar Oddssonar frá Kiðjabergi og Hallgerðar Oddsdóttur. Það var sérlega „óástúðlegt“ að sögn bókarinnar. Þau deildu hart um búsetu og flutninga sem endaði með því að Hallbjörn hjó höfuðið af Hallgerði. Lauk þar með bæði rifrildi og hjónabandi. Önnur Hallgerður var gift heimilisofbeldismanninum Gunnari Hámundarsyni á Hlíðarenda. Brodd-Helgi Þorgilsson í Vopnfirðingasögu beitti Höllu konu sína lúmsku andlegu ofbeldi. Hann tók upp náið samband við glæsikvendið Þorgerði silfru þegar Halla veiktist alvarlega. Hann bauðst til að gera á henni flókna læknisaðgerð sem drap hana. Halla trúði því fram í andlátið að Helgi væri ástríkur og umhyggjusamur eiginmaður.

Bæði í Íslendingasögum og Sturlungu má finna mörg dæmi um erfið samskipti hjóna þar beitt er alls konar kúgun og yfirgangi.

Ofbeldi í nánum samböndum hefur því alltaf viðgengist í landinu. Með tímanum hefur ofbeldið breyst. Fólk þorir ekki lengur að láta hendur skipta vegna harðra viðbragða samfélagsins. Ofbeldið er því orðið lævísara og duldara en áður.

Margir beita beita andlegu ofbeldi með fýlustjórnun eða frekjustjórnun til að halda maka sínum niðri. Dæmi um lítilsvirðingarstjórnun er fræg vísa Staðarhóls-Páls til konu sinnar:

Lítið er lunga
í lóuþrælsunga
mun er þó minna
mannvitið kvinna.

Geðlæknar eru stöðugt að fást við ofbeldi í nánum samböndum sem er svo lúmskt að fólk veit ekki af því. Fjölmargir þolendur langvarandi fýlu-frekju-umhyggju og eða lítilsvirðingar-ofbeldis átta sig engan veginn á eigin vanlíðan. Ofbeldið er stöðugt en það er lúmskt vegna þess að það er ekki illa meint eins og Megas segir í kvæðinu um Plastpokablúsinn. Margir eru líka svo meðvirkir með ofbeldismanninum að þeir trúa ekki lengur eigin dómgreind og skynsemi. Dropinn holar steininn og smám saman er búið að grafa undan allri sjálfsvirðingu og eðlilegri sjálfsmynd.

Halla Lýtingsdóttir úr Vopnfirðingasögu gengur oft í endurnýjun lífdaga á stofunni hjá mér. Eiginmaðurinn er hægt og bítandi að drepa hana með lúmsku ofbeldi en hún heldur að allt sé í himnalagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Óvinir!

Nína Richter skrifar: Óvinir!
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Gullaldir fyrr og nú

Björn Jón skrifar: Gullaldir fyrr og nú
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kunnum ekki, getum ekki, megum ekki

Sigmundur Ernir skrifar: Kunnum ekki, getum ekki, megum ekki
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Nína Richter skrifar: Fólkið sem notar internetið í vinnunni

Nína Richter skrifar: Fólkið sem notar internetið í vinnunni
EyjanFastir pennar
15.06.2025

Björn Jón skrifar: Alvöru leiðtogi

Björn Jón skrifar: Alvöru leiðtogi
EyjanFastir pennar
14.06.2025

Sigmundur Ernir skrifar: Eldhúsdagurinn afhjúpaði harðlínu andstöðunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Eldhúsdagurinn afhjúpaði harðlínu andstöðunnar