fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Verkalýðsforstjórar kasta grjóti úr glerhúsi

Eyjan
Fimmtudaginn 5. júní 2025 14:00

Halla Gunnarsdóttir, formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, kom í sjónvarpsfréttir á Stöð 2 í gærkvöldi og hneykslaðist á yfirvofandi launahækkunum æðstu embættismanna þjóðarinnar. „Venjulegt vinnandi fólk sem sér ráðamenn með upp undir tvær milljónir og yfir það á mánuði fá85 þúsund kall plús meira í vasann. Auðvitað bregður fólki,“ sagði Halla.

Það sem auðvitað blasir við er að í aðdraganda kjarasamninga stígur seðlabankastjóri fram og kemur með sitt mat á því sem hann kallar svigrúm til launahækkana. Síðan kemur á daginn að þetta svigrúm á alltaf bara við venjulegt launafólk. Topparnir í samfélaginu, hvort sem það er innan stjórnmálanna eða atvinnulífsins, líta aldrei svo á að þetta svokallaða svigrúm eigi við þá,“ sagði Halla.

Þessu fylgja alla jafna miklar móralíseríngar gagnvart venjulegu vinnandi fólk, það þurfi að sýna hófsemd, spara og vera ekki að ætlast til of mikil. En síðan er það líka hófsemd sem virðist bara eiga við um lítinn hluta þessa þjóðfélags.

Orðið á götunni er að fréttamaður Stöðvar 2 hefði gjarnan mátt spyrja Höllu hvað hún sjálf hefur í laun sem formaður VR en þar tók hún við keflinu af Ragnari Þór Ingólfssyni er hann fór á þing. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar fyrir 2023 var Ragnar með um 1,7 milljónir á mánaðarlaun. Óhætt er að uppfæra þá tölu með tilliti til verðlagsbreytinga um u.þ.b. 12 prósent og því má vænta þess að Halla sé með um 1,9 milljónir í mánaðarlaun, enda hafi hún gengið inn í sömu kjör og forveri hennar. Það er talsvert yfir þeim launum sem þingmenn fá þegar búið er að reikna inn hækkun þeirra launa nú.

Athyglisvert er að skoða lista yfir mánaðarlaun nokkurra toppa í verkalýðshreyfingunni þegar búið er að framreikna laun þeirra frá árinu 2023, en ekki eru til nýrri tölur.

  • Halla Gunnarsdóttir, formaður VR: 1,9 milljónir
  • Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar: 1,85 milljónir
  • Perla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Eflingar: 1,85 milljónir
  • Sandra Bryndísardóttir Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands: 1,85 milljónir
  • Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB: 2 milljónir
  • Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu: 1,1 milljónir (3,3 milljónir með lífeyri og öðrum störfum)
  • Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR: 2,2 milljónir
  • Þórarinn Eyfjörð Eiríksson, fyrrverandi. formaður Sameykis: 2,1 milljón

Laun þessa fólks kunna að hafa hækkað minna eða meira en almenn launaþróun gefur til kynna en orðið á götunni er að þessir verkalýðsforstjórar kasti grjóti úr glerhúsi með gagnrýni á launakjör og launaþróun æðstu embættismanna. Verkalýðsforstjórarnir deili nefnilega kjörum með toppum samfélagsins en ekki umbjóðendum sínum sem þiggja laun samkvæmt kjarasamningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig

Hildur Sverrisdóttir svarar fyrir sig
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“

Ráðherra slegin eftir uppákomuna á Alþingi í gærkvöldi – „Ef þetta er rétt er staðan á Alþingi Íslands beinlínis orðin uggvænleg“