fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Þorsteinn Pálsson: Aðeins munar þremur milljörðum á veiðigjöldum ríkisstjórnar Bjarna og því frumvarpi sem nú er fárast yfir

Eyjan
Fimmtudaginn 22. maí 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur komu fram áform þeirrar ríkisstjórnar að hækka veiðigjöld um fjóra milljarða í tveimur þrepum. Samtök fyrirtækja í Sjávarútvegi og Samtök sjávarútvegssveitarfélaga gerðu engar athugasemdir við þessa fyrirhuguðu tekjuöflun frá greininni.

Núverandi ríkisstjórn ætlar að hækka veiðigjöld um sjö milljarða króna og vegna þess eru himinn og jörð að farast að mati þeirra sömu aðila sem engar athugasemdir gerðu við hækkun upp á fjóra milljarða.

Þetta kemur fram í nýjum pistli Þorsteins Pálssonar, Af kögunarhóli, sem birtist á Eyjunni í morgun. Í pistlinum fjallar hann m.a. um Það hvernig stjórnarandstaðan á Alþingi hamast eins og rjúpan við staurinn með hávaða og látum um form og aukaatriði en fullkomlega brimlaust sé þegar kemur að stóru málunum

Hávaðinn um formsatriðin dregur athyglina frá ládeyðunni um málefnin.

Á afmörkuðum sviðum má þó greina málefnalegan og jafnvel hugmyndafræðilegan ágreining. En þá er eins og talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna séu jafnvel feimnir við að gera alvöru mál úr því.

Engum flokkanna þriggja í stjórnarandstöðu hefur tekist að stilla upp heilsteyptum málefnalegum valkosti við stjórnarstefnuna.“

Þorsteinn skrifar að eftir sjö ára stjórnarsamstarf, sem aðallega gekk út á að drepa mál samstarfsflokka, hafi Sjálfstæðisflokkurinn ekki fundið aftur þá breiðu hugmyndafræðilegu fjöl, sem gerð var úr frjálslyndi, velferðarhyggju og stefnufestu í utanríkismálum og reyndist lengi góð fótfesta.

Framgangan núna virkar eins og þingflokkurinn sé í stjórnarandstöðu að reyna að snúa röngunni út á klæðum gamla stjórnarsamstarfsins.

Framsókn hefur svo ekki náð að mynda sjálfstæða hugmyndafræði síðan flokkurinn sneri baki við frjálslynda arminum fyrir nærri tveimur áratugum.“

Hann segir Miðflokkinn hafa frá upphafi gælt við hugmyndafræði hægri popúlisma en sú pólitík virki þó fremur sem gælur vegna þess að sennilega skorti djúpu sannfæringuna. Markmiðið virðist vera það eitt að stilla sér ímyndarlega upp hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn.

Þorsteinn segir muninn á nýju stjórninni og þeirri gömlu ekki felast í róttækum aðgerðum. „Hann felst aðallega í hinu að samstaða er um að ná markmiðum fremur en að tala bara um þau. Aðgerðirnar endurspegla mjög hófsama miðju pólitík.

Stjórnarandstöðuflokkarnir styðja markmið ríkisfjármálanna. Þeir eru fylgjandi blöndu af hagræðingu og tekjuöflun. Þeir hefðu bara viljað annars konar hagræðingu og annars konar tekjuöflun án þess að gera grein fyrir því. Úr verða látalæti en ekki pólitík.

Í orkumálum er stjórnin bara að framkvæma það sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn töluðu um í sjö ár meðan þeir töldu stöðvunarvald VG mikilvægara en samstarf við þá flokka, sem voru og eru þeim sammála. Úr verður holtaþokuvæl.“

Þorsteinn bendir á að eftir að ríkisstjórnin tók tillit til athugasemda um veiðigjaldafrumvarpið er hækkunin um sjö milljarðar króna.

Í fjármálaáætlun gömlu stjórnarinnar var gert ráð fyrir fjögurra milljarða króna hækkun á tveimur árum. SFS og sjávarútvegssveitarfélögin sáu enga hættu í þeim áformum og töldu ekkert tilefni til að andmæla þeim í kosningabaráttunni. Þá var þó sannarlega tækifæri.

Kjarni málsins er sá að mismunurinn á tillögunum er aðeins þrír milljarðar.

Það er ákaflega miskunnsamt orðalag að segja sem svo: Hávaði stjórnarandstöðuflokkanna er í eins öfugu hlutfalli við efni málsins og hugsast getur.

Benda má á að samkvæmt tölum Hagstofunnar nam hreinn hagnaður (EBT) fyrirtækja í fiskveiðum og vinnslu árið 2023 um 111 milljörðum króna. Áætluð hækkun veiðigjalda hjá gömlu ríkisstjórninni nam því 3,6 prósentum af heildarhagnaði sjávarútvegsfyrirtækjanna fyrir skatta en frumvarp núverandi ríkisstjórnar gerir ráð fyrir hækkun upp á 6,3 prósent af heildarhagnaði fyrir skatta. Þarna munar þremur milljörðum eða 2,7 prósentum af heildarhagnaði fyrir skatta. Þetta eru nú öll ósköpin sem virðast nú æra greinina sem græðir 111 milljarða á ári fyrir skatta.

Þorsteinn sér merki þess að samstaða sé milli stjórnar og stjórnarandstöðu um nýja og víðtækari stefnu í varnar- og öryggismálum telur að ef hald sé í því muni það reynast styrkur fyrir stjórnarandstöðuflokkana jafnt sem ríkisstjórnina.

Hann bendir á að hins vegar virðist vera raunverulegur hugmyndafræðilegur ágreiningur milli stjórnarandstöðuflokkanna og ríkisstjórnarinnar þegar kemur að þátttöku í alþjóðlegu efnahagssamstarfi.

Sjálfstæðisflokkurinn sé klofinn um bókun 35, sem snýst um framkvæmd EES-samningsins. Miðflokkurinn og Framsókn eru algjörlega á móti. Báðir flokkarnir og hluti Sjálfstæðisflokksins séu þannig tilbúnir að fórna þessu mikilvægasta alþjóðlega efnahagssamstarfi, sem Ísland tekur þátt í.

Evrópusambandið er nú eina fjölþjóðlega brjóstvörn viðskiptafrelsis í heiminum. Andstaða allra stjórnarandstöðuflokkanna við frekara Evrópusamstarf lýsir því líka hugmyndafræðilegum ágreiningi um gildi viðskiptafrelsis.

Samt er eins og stjórnarandstöðuflokkarnir séu feimnir við að tala hreint út um þennan hugmyndafræðilega ágreining. Úr verður skrækur málflutningur um eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar.

Af kögunarhóli í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum