fbpx
Föstudagur 13.júní 2025
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Eyjan
Laugardaginn 3. maí 2025 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar eru miklir meistarar í þrætubókarlist. Mikil smámál geta breyst í heiftarleg deiluefni þar sem allir hafa á réttu að standa. Nýlegt þrætuepli eru málshættir páskaeggjaframleiðenda. Um árabil hafa þeir laumað spakmæli í hvert einasta páskaegg sem keypt er. Margir sjúklinga minna hafa sagt að málshátturinn í súkkulaðiegginu hafi forspárgildi fyrir allt komandi ár. Þeir hafa safnað þessum miðum saman og hengt upp á ísskápshurðina og látið þá leiðbeina sér á lífsbaráttunni. Upplestur á spakmælum úr páskaeggjum er vinsæll samkvæmisleikur um hátíðarnar.

Ungur þingmaður fékk nýlega málshátt í eggið sitt sem var greinilega tilbúningur gervigreindar en ekki ódauðleg speki úr íslensku málsháttasöfnunum. Honum mislíkaði þetta mjög og gagnrýndi viðkomandi súkkulaðigerð harðlega. Margir ræddu mál þingmannsins og annaðhvort átöldu sælgætisframleiðendur fyrir þetta bull eða hrósuðu þeim fyrir nýbreytnina.

Ég er einlægur fylgismaður málshátta í páskaeggjum enda eru þeir falleg tenging við þjóðararfinn. Nauðsynlegt er að halda fast í málsháttinn eins og lopapeysuna, lundann og fyllerí ellilífeyrisþega á Kanarí og önnur séríslensk fyrirbæri.

Ég hitti Gretti Ásmundarson á dögunum á göngudeild geðdeildar nýkominn úr raflostmeðferð vegna þunglyndis. Hann er mesti spakmælasmiður Íslendingasagna sem mælti oft í ódauðlegum frösum. „Þessi deila er hugarleikfimi óviturra manna,“ sagði Grettir þunglyndslega. „Spurningin er um orsök og afleiðingu, hænuna og eggið. Koma spakmælin í Grettissögu úr páskaeggjum eða öfugt? Ég er einmitt athafnastjóri hjá Siðmennt og nota mikið málshætti innan úr páskaeggjum í ræðum mínum.“

Hann dró upp úr pússi sínu vænt súkkulaðiegg. Braut það með saxinu góða og seildist inn í sælgætishrúguna eftir málshættinum. „Ég á að gifta miðaldra hjón um helgina við Seljalandsfoss og vantar eitthvað spaklegt í ræðuna,“ sagði hann og las upphátt: „Illt mun af illum hljótast.“ Það verður ekki létt að leggja út af þessu!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Reiptog lýðræðis og hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Reiptog lýðræðis og hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Geðstirður karl hættir í vinnunni

Geðstirður karl hættir í vinnunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Leigubílafarganið

Björn Jón skrifar: Leigubílafarganið
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Ef Múhameð vill ekki fara til fjallsins verður fjallið að koma til Múhameðs

Svarthöfði skrifar: Ef Múhameð vill ekki fara til fjallsins verður fjallið að koma til Múhameðs
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Evrópuferð ríkisstjórnarinnar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Evrópuferð ríkisstjórnarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Kostnaðarsamt kjördæmapot

Kostnaðarsamt kjördæmapot
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð

Thomas Möller skrifar: Evrópa er á fleygiferð