fbpx
Mánudagur 07.október 2024
Eyjan

Svönu líst ekki á blikuna: Ábyrgðarleysi að vara ekki við

Eyjan
Fimmtudaginn 12. september 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er freist­andi að ganga í þann hóp sem fagn­ar vænt­um sam­göngu­bót­um og samþykk­ir um­svifa­laust fal­lega fram­fara­sýn en um leið er það ábyrgðarleysi að benda ekki á og vara við al­var­leg­um ágöll­um samgöngusátt­mál­ans.“

Þetta segir Svana Helen Björnsdóttir, verkfræðingur, formaður Verkfræðingafélags Íslands og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, í niðurlagi aðsendrar greinar sem hún skrifar í Morgunblaðið í dag.

Í grein sinni segir hún að gríðarleg áhætta fylgi markmiðum og verkefnum samgöngusáttmálans eins og hann liggur fyrir í núverandi mynd. Nefnir hún ýmis atriði í grein sinni máli sínu til stuðnings.

Óþægileg staða að vera sett í

„Eft­ir að hafa rýnt þau gögn sem aðgengi­leg eru um sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins tel ég mér skylt að benda á nokkra al­var­lega ágalla sátt­mál­ans; ágalla sem mik­il­vægt er að lag­færa áður en lengra er haldið,“ segir hún og bendir á að lítið sé gert úr fjárhagslegri skuldbindingu sveitarfélaganna næstu ár og áratugi. Ekki sé rétt að tala um sáttmálann sem viljayfirlýsingu því hann sé bindandi og fyrirvarar engir.

Hún segir að látið sé að því liggja að ef sveitarfélögin samþykki ekki sáttmálann geti það haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér.

„Und­ir ligg­ur hót­un um að viðkom­andi sveit­ar­fé­lag verði gert brott­rækt úr sam­starfi um Strætó bs og e.t.v. fleiri sam­starfs­verk­efn­um sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæðinu (SSH),“ segir hún og bætir við:

„Það er óþægi­legt að vera sett í þá stöðu, sem bæj­ar­full­trúi á Seltjarn­ar­nesi, að fá upp­lýs­ing­ar um sam­göngusátt­mál­ann nokkr­um klukku­stund­um áður en hann er und­ir­ritaður. Sú skýr­ing­in var gef­in að hér væri um svo mikið trúnaðar­mál að ræða að kjörn­um full­trú­um sveit­ar­fé­lag­anna væri vart treyst­andi til að fara með slík trúnaðargögn á viðkvæm­um tíma­punkti, þ.e. fyr­ir und­ir­rit­un. Bæj­ar­stjóri Seltjarn­ar­ness und­ir­ritaði sátt­mál­ann 21. ág­úst sl. ásamt for­svars­mönn­um annarra sveit­ar­fé­laga og full­trú­um rík­is­stjórn­ar Íslands. Sátt­mál­inn var und­ir­ritaður með fyr­ir­vara um samþykki bæj­ar­stjórn­ar; við þetta verklag er ég ekki sátt,“ segir Svana.

Stórgallað vinnulag

Svana segir að ofangreint vinnulag sé stórgallað og eðlilegt hefði verið að þeir sem greiða þurfa atkvæði um sam­göngusátt­mál­ann fengju tæki­færi til að rýna hann fyr­ir und­ir­rit­un og koma á fram­færi at­huga­semd­um um ágalla.

„Þannig hefði verið hægt að gera breyt­ing­ar án erfiðleika, þ.e. án þess að þeir aðilar sem helst tala fyr­ir sátt­mál­an­um í nú­ver­andi mynd missi and­litið yfir aug­ljós­um ágöll­um hans,“ segir Svana sem fer svo í löngu máli yfir ágalla samgöngusáttmálans að hennar mati.

Endar hún grein sína á að benda á að varhugavert sé að trúa því að kostnaðar- og tímaáætlun samgöngusáttmálans standist. Þá hafi láðst að gera ráð fyrir lántökukostnaði og kostnaði við verktafir sem gera þennan þátt enn erfiðari við að eiga.

„Ekki er gert ráð fyr­ir að fram­kvæmda­fé sé notað til að greiða fjár­magns- og lán­töku­kostnað. Sveit­ar­fé­lög­in bera í raun ábyrgð á lán­tök­un­um. Að þessu sögðu má ljóst vera að gríðarleg áhætta fylg­ir mark­miðum og verk­efn­um sam­göngusátt­mál­ans eins og hann ligg­ur fyr­ir í nú­ver­andi mynd. Það er hryggi­legt að mörg ár hafi liðið án þess að unnið hafi verið að raun­veru­leg­um sam­göngu­bót­um og sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu hafa sí­fellt orðið tor­veld­ari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur Birgisson: Sjálfstæðismenn í Kópavogi kynda undir verðbólgunni svo annað eins hefur ekki sést – nýtt skattaform

Vilhjálmur Birgisson: Sjálfstæðismenn í Kópavogi kynda undir verðbólgunni svo annað eins hefur ekki sést – nýtt skattaform
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar: Stýrivaxtalækkunin ekki vaxtalækkun – verðbólga minnkaði meira en vextirnir – raunvextir hækkuðu

Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar: Stýrivaxtalækkunin ekki vaxtalækkun – verðbólga minnkaði meira en vextirnir – raunvextir hækkuðu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bergþór Ólason: Ný aðildarríki ESB ekki jafnsett þeim sem þar eru fyrir

Bergþór Ólason: Ný aðildarríki ESB ekki jafnsett þeim sem þar eru fyrir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ekki allir ánægðir með styttingu vinnuvikunnar á leikskólunum – „Þýðir ekkert að fara í einhverjar skotgrafir og verða pirraður“

Ekki allir ánægðir með styttingu vinnuvikunnar á leikskólunum – „Þýðir ekkert að fara í einhverjar skotgrafir og verða pirraður“