fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
EyjanFastir pennar

Ágúst Borgþór skrifar: Þórður Snær myndi slaufa Þórði Snæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2019 birti Þórður Snær Júlíusson, þáverandi ritstjóri Kjarnans, langan og harðorðan pistil um Klaustursmálið svonefnda. Fyrir þá fáu sem ekki muna snerist Klaustursmálið um óviðeigandi og á köflum svívirðilegt tal þáverandi þingmanna Miðflokksins um ýmsar nafngreindar persónur, ekki síst konur, en einnig samkynhneigða og fatlaða, inni á barnum Klaustur. Öryrkinn Bára Halldórsdóttir hljóðritaði þetta drykkjuraus Miðflokksmannanna og sendi fjölmiðlunum Stundinni og DV upptökuna. Úr varð eitt stærsta fréttamál ársins 2018.

Í pistli sínum segir Þórður Snær að Klaustursdólgar hafi ekki beðist afsökunar. Þetta er þó ekki með öllu rétt. Því skal fyrir það fyrsta haldið til haga að hlutur sexmenninganna í níðrausinu á barnum Klaustur var mjög misjafn, sum voru vart annað en viðhlæjendur. Þau sem harðast gengu fram í munnsöfnuðinum báðust sannanlega afsökunar á framferði sínu.

Þórður Snær er refsiglaður í áðurnefndum pistli og honum rennur til rifja að Miðflokksmenn hafi ekki verið látnir sæta afleiðingum gjörða sinna. Í niðurlagi pistilsins segir hann:

„En stóri lær­dóm­ur­inn sem er fal­inn í Klaust­urs­mál­inu finnst ekki í fram­ferði Mið­flokks­manna. Hann er fólginn í því að nú er stað­fest að svona hegðun – það sem sagt var á Klaustri og við­brögð þeirra sem það sögðu – hefur engar raun­veru­legar afleið­ing­ar. Alþingi og þeir flokkar sem þar sitja bera sam­eig­in­lega ábyrgð á því að hafa ekki ráðið við verk­efnið að auka traust á mik­il­væg­ustu stjórn­sýslu­ein­ingu lýð­veld­is­ins. 

Þeir hafa sýnt það svart á hvítu, með því að leyfa Mið­flokknum að vinna með frekju, yfir­gangi og ömur­leg­heit­um, að allir íslensku stjórn­mála­flokk­arn­ir, ekki bara Mið­flokk­ur­inn, eru hluti af vanda­mál­inu, en alls ekki lausn­in.“

Einbeittur ásetningur

Í umræðum síðastliðinn sólarhring um hin illræmdu bloggskrif Þórðar Snæ hafa sumir, þar á meðal hann sjálfur, bent á að skrif hans séu eins konar bernskubrek. Á hinn bóginn hafi Miðflokksmennirnir verið ráðsettir þingmenn á fimmtugs- og sextugsaldri. Verstu sóðaskrif Þórðar Snæs er að finna annars vegar frá þeim tíma er hann var 24 ára gamall námsmaður í Skotlandi, og hins vegar þegar hann var 27 ára gamall blaðamaður á dagblaðinu 24 stundir, sem var fremur virðulegur fjölmiðill. Vissulega var Klausturbarsfólkið eldra og með hærri stöðu í samfélaginu en það er ákveðinn munur á ásetningi í þessum tveimur tilvikum.

Annars vegar er um að ræða samtal á bar eina kvöldstund, sem þátttakendur voru ómeðvitaðir um að aðrir væru að hlýða á og hljóðrita (flest bendir til að Miðflokksmennirnir hafi annað hvort ekki veitt Báru athygli eða haldið að hún væri erlendur túristi). Hins vegar er um að ræða samfelld skrif yfir fjögurra ára tímabil, sem Þórður Snær kaus að birta opinberlega en undir dulefni.

Mér hefur ávallt fundist slaufunarmenningin fara út í öfgar þegar fólk er dæmt harkalega fyrir óheppileg ummæli í hlaðvarpsþætti eða tilfallandi drykkjuraus á vondum augnablikum í lífi sínu. Slíkt hefur stundum leitt til starfsmissis og almennrar fordæmingar. En ásetningur Þórðar Snæs í sínum níðskrifum var einbeittur og langvarandi. Þau einkennast af illgirni og mannfyrirlitningu, útlitssmánun kvenna, klámdýrkun og kynlífsfíkn.

Sjá einnig: Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Skrif um áhrifakonu sem ítrekað var fréttaefni

Árið 2007, þegar hann er blaðamaður á 24 stundum, skrifar hann þetta um áhrifakonu sem var þá oft fréttaefni blaðanna:

„Stund­um get ég verið ham­ingju­sam­ur. Og ber­sýni­leg eit­ur­lyfja­neysla Rann­veig­ar Rist, álfrú­ar­inn­ar, gleður mig óend­an­lega mikið. Eða ég gef mér að hún sé und­ir áhrif­um henn­ar vegna því ann­ars daðrar hún lík­lega við að vera þroska­heft.“

Und­ir sömu færslu var síðan að finna mynd af Rann­veigu skera sneið af tertu. Í mynda­texta sagði orðrétt: „Álfrú­in sker sér sneið af cont­al­gen tertu.“

Þetta sama ár skrifaði hann þetta um konu sem tengdist harmþrungnu líkfundarmáli sem mikið var í fréttum:

„Ég er sérlegur aðdáandi Heiðveigar. Þið munið eftir Heiðveigu er það ekki? Hún var kærastan hans Vaidasar-Grétars. Sem henti Vaidasi í höfnina fyrir austan. Og stakk hann dauðann. Hún er líka dóttir Rósu Ingólfs. Og glæsilega klámmyndaleg. Ég sagði henni einu sinni að mig langaði að ríða henni. Hún gekk í burtu. Merkilegt hvernig sú lína virkar aldrei.

En allaveganna. Mér þykir mikið til hennar koma. Hún varð fyrsta fræga glæpamannakærasta þjóðarinnar. Ég var með forsíðumyndina úr DV sem hún prýddi sem prófíl mynd á msn-inu mínu mánuðum saman einhverntímann í fyrndinni. Og nú er hún orðin glóbal. Heillaði graðann Kosta Ríka mann með stál í nefinu upp úr sandölunum í gegnum myspace og msn. Þau netklámuðust í hvoru öðru í einhvern tíma eftir það og urðu ástfanginn. Okkar kona heimsótti síðan kallinn og fékk köku í ofninn að launum. Síðan fór hún heim, missti fóstrið og hitti annan mann. Hætti að tala við latínóinn einn, tveir og bíngó.

Hann var náttúrulega niðurbotinn. Og hvað gera niðurbrotnir menn? Þeir gera myndbönd. Og hans er legendary. Ég get eiginlega ekki lýst þessu með orðum. Horfið og njótið. Esteban og Heiðveig eru svo sannarlega mitt fólk. Næst þegar ég sé hana á förnum vegi ætla ég að segja henni aftur að mig langi að ríða henni. Og jafvel Esteban líka.“

Gegn refsigleði

Ég tel mig ekki vera refsiglaðan mann og eins og ég nefndi áðan finnst mér slaufunarmenning stundum ganga út í öfgar. Ég geri ekki athugasemd við þá niðurstöðu formanns Samfylkingarinnar að fyrirgefa frambjóðanda flokksins þessar gömlu syndir. Ég sé þó ekki að sú syndakvittun muni duga frambjóðandanum. Það er sérstaklega óheppilegt fyrir Þórð Snæ sem nýliða í pólitík hvað málið kemur upp skömmu fyrir kosningar. Mér finnst svo sem engin ástæða til að neyða hann til að draga sig í hlé en ég fæ ekki séð hvernig hann ætlar að fara að því að afla sér trúverðugleika og trausts á þeim tveimur vikum sem eru til kosninga.

Ég vona að þetta mál verði til að lina dómhörku Þórðar Snæs sjálfs. Á hana hefur ekkert skort í skrifum hans undanfarin ár þar sem harðar kröfur hafa verið gerðar um sómakennd og vammleysi annarra. Hann hefur meðal annars ekki sparað furðulega palladóma um annað fjölmiðlafólk og aðra fjölmiðla en hann starfaði á. Hann hefur til dæmis lagt að jöfnu DV og bloggmiðilinn fréttin.is og hann hefur líkt DV við rússneskar falsfréttaveitur.

Það er mín skoðun að allir eigi skilið annað tækifæri og það gildir líka í þessu tilviki. Þórður Snær hefur beðist afsökunar á þessum gömlu skrifum, sá tími kemur að það verður bara áfram gakk fyrir hann og hægt verður að leggja þessar gömlu syndir til hliðar. Það væri hið rétta. En ég stórefast um að Þórður Snær væri sammála mér ef einhver annar en hann sjálfur ætti hér í hlut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna

Óttar Guðmundsson skrifar: Sérfræðingar í málefnum Bandaríkjanna
EyjanFastir pennar
28.10.2024

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?

Svarthöfði skrifar: Hvað myndi fólk segja ef Kristrún væri karl og Dagur kona?
EyjanFastir pennar
27.10.2024

Björn Jón skrifar: Endimörk dellunnar

Björn Jón skrifar: Endimörk dellunnar
EyjanFastir pennar
24.10.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sisona

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sisona
EyjanFastir pennar
20.10.2024

Ágúst Borgþór skrifar: Umsátur á Vopnafirði – Gæsluvarðhald og nálgunarbann eftir umfjöllun fjölmiðils

Ágúst Borgþór skrifar: Umsátur á Vopnafirði – Gæsluvarðhald og nálgunarbann eftir umfjöllun fjölmiðils