Það var í desember á síðasta ári sem Kushner og Mohammed Bin Abdulrahman Al Thanki, forsætisráðherra Katar, funduðu í New York. Ivanka Trump, eiginkona Kushner, var einnig á fundinum auk fleiri auðmanna. Má þar meðal annars nefna Bill Ackman hjá fjárfestingarsjóðnum Pershing Square Capital Management.
Venjulega eru fundir af þessu tagi ekki neitt fréttaefni en þannig var það ekki í þessu tilfelli.
Á síðustu vikum hefur verið vaxandi þrýstingur á Kushner um að skýra frá sambandi sínu við margar af hinum valdamiklu konungsfjölskyldum í Miðausturlöndum. Á sama tíma hafa sjónir margra beinst í sívaxandi mæli að ríkisstjórninni í Katar sem á í nánu sambandi við hryðjuverkasamtökin Hamas.
Katar hefur leikið lykilhlutverk í samningaviðræðum við Hamas um lausn gíslanna sem samtökin hafa haft í haldi sínu síðan þau gerðu árás á Ísrael þann 7. október síðastliðinn. En þetta hefur ekki hindrað Kushner í að styrkja samband sitt við stjórnvöld í Katar.
Í mars á síðasta ári var skýrt frá því að fjárfestingarsjóðir, sem eru nátengdir konungsfjölskyldunni í Katar, hefðu fjárfest fyrir 200 milljónir dollara í Affinity Partners.
Jótlandspósturinn segir að nú spyrji margir sig hvort þetta geti orðið vandamál ef Donald Trump verður aftur kjörinn forseti.
Málið þykir mjög viðkvæmt og eitt það viðkvæmasta í bandarískum stjórnmálum þessa dagana.