fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
Eyjan

Þorbjörg Sigríður: Hroki og hræsni utanríkisráðherra og ríkisstjórnar gagnvart nýkjörnum forseta og Úkraínu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. júní 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, harðlega fyrir hræsni hennar og ríkisstjórnarinnar í málefnum Úkraínu í færslu á Facebook síðu sinni í morgun.

Tilefnið er grein utanríkisráðherra í Morgunblaði dagsins um það hvers vegna Ísland styðji vopnakaup fyrir Úkraínu. Túlka má orð ráðherrans í greininni sem beina gagnrýni á nýkjörinn forseta Íslands.

Ég er sammála utanríkisráðherra sem segir að það sé hrokafull afstaða að skilyrða fjárhagslegan stuðning okkar þannig að Úkraína kaupi ekki það sem vantar helst – heldur það sem okkur sjálfum líður best með,“ skrifar Þorbjörg Sigríður á Facebook.

Hún heldur áfram: „En það er holur hljómur í því að kvarta undan því að forsetaframbjóðendur eða nýkjörinn forseti – sem í raun hefur ekkert um þessar ákvarðanir að segja – sé ekki nægilega tær eða heill í stuðningi við Úkraínu.

Ríkisstjórnin féll sjálf á þessu prófi.

Það gerði hún þegar hún gat ekki hugsað sér að verða við beinni beiðni frá Úkraínu um fjárhagslegan stuðning með tollfrelsi á landbúnaðarvörum.

Ástæðan var sú að ríkisstjórnin leið ekki vel með gagnrýni frá sérhagsmunaaðilum í matvælaframleiðslu. Hópi sem alltaf á greiðan aðgang að þessari ríkisstjórn.“

Þorbjörg Sigríður skrifar að um leið og hagsmunaaðilar í matvælaframleiðslu mótmæltu hafi ríkisstjórnin neitað að framlengja þennan efnahagslega stuðning – eins og Úkraína hafði berum orðum óskað eftir.

Þar með var fjárhagslegur stuðningur ríkisstjórnarinnar skilyrtur við það sem ríkisstjórninni leið vel með og ekkert umfram það. Bréf frá Úkraínu þar sem sérstaklega var beðið um þennan stuðning taldi ekkert.“

Þorbjörg Sigríður bendir á að upphaflega hafi beiðni Úkraínu borist til EFTA-ríkja um að bæta tollfríðindi umfram það sem kveðið er á um í fríverslunarsamningi EFTA-ríkjanna og Úkraínu. Úkraína hafi einhliða fellt niður tolla á allar vörur inn á sitt yfirráðasvæði í þeim tilgangi að ýta undir viðskipti.

Beiðni Úkraínu var rökstudd þannig að innrás Rússa hefði lokað fyrir útflutning frá Úkraínu um hafnir landsins við Svartahaf.

Og í viðleitni að halda efnahag landsins gangandi þrátt fyrir stríðsátök leitaði Úkraína leiða til að geta aukið útflutning yfir þau landamæri ríkisins sem liggja að ríkjum í Evrópu.

Ísland samþykkti þessa aðgerð til að byrja með og fetaði þar í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands.

En þetta gátu íslensk stjórnvöld bara hugsað sér að gera í eitt ár. Þegar kom að því að framlengja þennan stuðning strandaði málið á afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna þess að sérhagsmunaaðilar mótmæltu.

Þannig var nú utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar í reynd. Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hjálmtýr gagnrýnir Birgi – Sögurnar hafi þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum

Hjálmtýr gagnrýnir Birgi – Sögurnar hafi þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi æpti á Bjarna og sagði hann gera þing og þjóð að athlægi – „Hvað er þessi stjórnarandstaða að reyna“

Logi æpti á Bjarna og sagði hann gera þing og þjóð að athlægi – „Hvað er þessi stjórnarandstaða að reyna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýr flugvöllur gæti kostað 300 til 500 milljarða

Nýr flugvöllur gæti kostað 300 til 500 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi vill róttækari VG

Guðmundur Ingi vill róttækari VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir