fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
EyjanFastir pennar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Spurning um pólitísk eftirmál

Eyjan
Fimmtudaginn 6. júní 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjum forseta lýðveldisins fylgja allar góðar óskir á nýrri vegferð.

Í gegnum tíðina hefur ríkt friður um forsetaembættið meðan forsetinn hefur haldið frið við ríkisstjórn og Alþingi.

Athygli vakti í kosningabaráttunni að nýkjörinn forseti gekk afdráttarlaust gegn stefnu ríkisstjórnarinnar um stuðning við Úkraínu, sem hefur breiðan stuðning á Alþingi.

Ummæli hennar um eðli Atlantshafsbandalagsins voru einnig í mótsögn við þjóðaröryggisstefnu landsins, sem einnig er eining um á Alþingi.

Í þágu innanlandsfriðar er ekki ástæða til að ætla annað en nýkjörinn forseti láti þessi ummæli falla í gleymsku og dá áður en hún tekur formlega við embætti.

Málagjöld

Í forsetakosningunum bjó fráfarandi forsætisráðherra yfir meiri pólitískri reynslu en aðrir frambjóðendur og á að auki djúpar menningarlegar rætur. Það dugði ekki til.

Skoðanakannanir hafa um langa hríð sýnt að meira en helmingur kjósenda VG í síðustu kosningum treystir nú öðrum flokkum betur.

Líklegt er að þessir kjósendur á vinstri væng stjórnmálanna hafi í ríkum mæli ákveðið að koma fram málagjöldum, maklegum eða ómaklegum, með því að hafna í forsetakosningum þeim flokksleiðtoga, sem þeir völdu í síðustu þingkosningum.

Lag fyrir VG

Sé þessi tilgáta rétt vaknar önnur spurning: Telja þessir kjósendur á vinstri vængnum að nóg sé að gert?

Ef svarið við þeirri spurningu er jákvætt má ætla að fylgi VG fari sjálfkrafa vaxandi á ný.

Hitt er þó ekki óhugsandi að þessi kjósendahópur sé reiðubúinn til að láta kné fylgja kviði. Það gæti ráðist af því hvort ráðherrar VG láta sitja við það sama í samstarfinu eða hvort þeir freista þess að styrkja málefnalega ímynd flokksins í verki.

Ef að líkum lætur eru þingmenn sjálfstæðismanna fúsir að láta ýmislegt yfir sig ganga til að halda forsætinu í ríkisstjórninni. Að því leyti er lag fyrir ráðherra VG til að styrkja stöðuna og ná vopnum sínum.

Spurningin er: Munu þeir sæta lagi?

Fyrsta vísbending

Fyrsta merkið um að ráðherrar VG ætli að sýna klærnar var sú ákvörðun núverandi leiðtoga flokksins og starfandi forsætisráðherra í síðustu viku að fela ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins að rannsaka framgöngu lögreglu þegar mótmælendur sannkallaðs þjóðarmorðs á Gasa fóru út fyrir lögmæt mörk og hindruðu för ráðherra.

Vandinn er að ákvörðun af þessu tagi heyrir ekki undir forsætisráðherra. Með því að taka forræði málsins úr höndum dómsmálaráðherra fór starfandi forsætisráðherra út fyrir valdsvið sitt.

Burt séð frá mati á athöfnum lögreglu er ekki líklegt að staða VG styrkist með tilraunum ráðherra til að fara út fyrir valdheimildir. Fyrrum matvælaráðherra fór flatt á ólögmætri stjórnsýslu í hvalamálinu fyrir ári.

Önnur vísbending

Augljóst er að matvælaráðherra hefur nú á vordögum dregið með ólögmætum hætti að taka afstöðu til áframhaldandi hvalveiða vegna forsetakosninganna. Tafaleikurinn er óásættanleg stjórnsýsla alveg óháð því hvort menn eru með eða á móti áframhaldandi hvalveiðum.

Hins vegar er hvalamálið um margt vel brúklegt til að draga upp sjálfstæða pólitíska ímynd VG. Reynslan frá því í fyrra sýnir að þingmenn sjálfstæðismanna láta það ekki rugga bátnum jafnvel þótt stjórnsýslulög séu brotin.

Láti ný forysta VG hjá líða að hagnýta hvalamálið í þessum tilgangi er það aftur á móti vísbending um að hún líti svo á að kjósendurnir komi sjálfkrafa aftur og láti málagjöld í forsetakosningum duga.

Ólíkt pólitískt stöðumat

Forsætisráðherra Bretlands boðaði óvænt til kosninga á dögunum vegna þess að flokkur hans var þríklofinn, stefndi í þrjár áttir og gat ekki tekið veigamiklar ákvarðanir.

Hann taldi að væntingar um betri efnahag gætu ekki vegið upp á móti fallandi trúverðugleika sökum þessa innbyrðis veikleika. Með öðrum orðum: Vond staða væri líkleg til að versna.

Forystumenn stjórnarflokkanna hér heima mátu mjög svo sambærilegar aðstæður með gagnstæðum hætti þegar fráfarandi forsætisráðherra ákvað að fara í forsetaframboð.

Ætti niðurstaða forsetakosninganna að breyta þessu pólitíska mati? Það gæti verið umhugsunarefni fyrir þingmenn sjálfstæðismanna, en spurning um að vera eða vera ekki fyrir VG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Tapað – fundið … í naflanum

Svarthöfði skrifar: Tapað – fundið … í naflanum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Afgerandi úrslit forsetakjörs

Björn Jón skrifar: Afgerandi úrslit forsetakjörs
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Skítabombur þá og nú

Svarthöfði skrifar: Skítabombur þá og nú
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar: Endurvekja þarf samræmd próf

Björn Jón skrifar: Endurvekja þarf samræmd próf
EyjanFastir pennar
18.05.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Byggðabót sem bragur er að

Sigmundur Ernir skrifar: Byggðabót sem bragur er að
EyjanFastir pennar
18.05.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Tölvulæknar

Óttar Guðmundsson skrifar: Tölvulæknar
EyjanFastir pennar
09.05.2024

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar
EyjanFastir pennar
09.05.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nú þarf hægri hagstjórn og vinstri velferð