fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Eyjan

Jódís búin að fá nóg af sumum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins – „Orðið ansi þreytandi“

Eyjan
Miðvikudaginn 12. júní 2024 11:00

Jódís Skúladóttir. Mynd: VG

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spennan og ágreiningurinn í stjórnarsamstarfinu brýst út í ummælum einstakra þingmanna. Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, skrifaði hvassa ádrepa á Facebook-síðu sína í morgun þar sem hún skýtur á tvo þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa gagnrýnt VG og stjórnarsamstarfið:

„Það er orðið ansi þreytandi að geta varla kveikt á útvarpinu eða opnað internetið án þess að þar sé skoðun eða greinarstúfur frá þeim Óla Birni Kárasyni eða Jóni Gunnarssyni.

Þeir hafa yfirleitt allt á hornum sér, að bugast yfir stjórnarsamstarfi þar sem þeir fá ekki að skína. Öll brothætta karlmennskan birtist okkur í hástemmdum yfirlýsingum um hvað við í VG séum nú ómöguleg, ókurteis og óferjandi.

Öll góðu málin, eins og bús í búðir, forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu (lesist: eftirlit með fólki sem ekki er grunað um brot), stjórnlaust hobby-skutl á hvölum og fleira í þeim dúr, komast bara hvorki lönd né strönd. Og ef þau komast eitthvað, þá eru þau alls ekki eins og þeir vilja hafa þau.“

Jódís segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í krísu og mikilli innbyrðis baráttu. Þeir Jón og Óli Björn séu einfaldlega að tala inn í ákveðið bakland. Hún segir þá tala fyrir gömlum karllægum gildum sem stór hluti flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum fylgi ekki lengur. Hún segir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki síður gott af endurskoðun en VG:

„En sannleikanum er hver sárreiðastur og það er einfaldlega svo að stór hluti sjálfstæðisfólks fylgir ekki þessum gömlu karllægu gildum lengur. Og það hlýtur að vera voða erfitt fyrir þá sem standa og falla með þeim. Úr því spretta öll innanmeinin.

Ég held að það sé hverri stjórnmálahreyfingu hollt að ganga í gegnum innra samtal og komast að niðurstöðu hver raunveruleg stefna er. En það er líka mikilvægt að geta horfst í augu við nútímann og vera fær um að fylgja sjálfsögðum samfélagsbreytingum. Það er VG að gera – en við erum ekki ein um þörfina.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan

Iðjulaus Brynjar fer í búðina oft á dag – Þetta er ástæðan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra

Svarthöfði skrifar: Gott að vita að stóru málin eru í lagi – lofsverð framsýni utanríkisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“