fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
Eyjan

Svíar ræða hvort taka eigi upp evru

Eyjan
Miðvikudaginn 5. júní 2024 18:00

Taka Svíar upp evru í stað krónunnar?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða á sér stað í Svíþjóð þessa dagana um hvort það geti verið til góða að taka annað hvort upp fastgengisstefnu eða skipta krónunni út fyrir evruna.

Það hefur kynt undir umræðunni að Stefan Ingves, fyrrum seðlabankastjóri, sagði að Svíar eigi að skipta krónunni út fyrir evruna.

Magdalena Andersson, fyrrum forsætisráðherra, fagnar umræðunni sem fer fram nú í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins en þær fara fram á sunnudaginn.

B.T. hefur eftir Rasmus Gudum-Sessingø, sérfræðingi hjá Jyske Bank, að þetta sé umræða sem blossi upp í hvert sinn sem sænska krónan eigi í vök að verjast og almenningi finnist hann búa í hagkerfi með veikburða gjaldmiðil. Vörur, keyptar erlendis séu dýrari en áður, og þetta valdi vaxandi óánægju með efnahagsstefnuna.

Hann benti á að kosturinn við að hafa sænsku krónuna sé að hún sé aukaverkfæri sem sé hægt að nota til að hafa stjórn á hagkerfinu. Þar sem sænska hagkerfið búi við miklar sveiflur sé hægt að bregðast hraðar við með því að stýra gjaldeyrisvaraforðanum.

Hann benti einnig á að fasteignir séu stór hluti af sænska hagkerfinu og því komi það illa við fólk þegar vextirnir hækka eins mikið og þeir hafa gert síðustu misserin.

Ef skipt sé yfir í fastgengisstefnu, tryggi það töluverðan stöðugleika, líka á krísutímum.

Svíar kusu um hvort taka ætti upp evruna 2003 og þá voru 55% kjósenda andvígir því en 42% fylgjandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir eftir kosningar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir eftir kosningar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Davíð: Ríkisstjórnin mesta woke-stjórn sögunnar – ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms í þriðja sæti

Sigmundur Davíð: Ríkisstjórnin mesta woke-stjórn sögunnar – ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms í þriðja sæti