fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
Eyjan

Samþykkt að fjármagna viðhald myglaðra skóla með láni í evrum frá þróunarbanka – „Það er ekki ókeypis að fá peninga að láni“

Eyjan
Miðvikudaginn 5. júní 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti borgarstjórnar samþykkti á aukafundi í dag að taka lán að fjárhæð 100 milljónir evra hjá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB. Lánið er veitt á þeim forsendum að það verði notað til að ráðast í umfangsmikið og nauðsynlegt viðhald á skólabyggingum.

Fulltrúar minnihlutans segja lántökuna mikið áhyggjuefni sem bendi til óábyrgrar fjármálastjórnunar og alvarlega vanrækslu á viðhaldi nauðsynlegra innviða. Fulltrúar meirihlutans kynntu lántökuna þó sem skynsama leið til þar sem vextir og kjör á evrópskum lánamarkað séu mun betri en standi til boða hér á Íslandi

Örþrifaráð

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, mótmælir þeim skilningi í bókun sinni að hér sé aðeins leitað út fyrir landsteinanna út af mögulegum kjörum. Lánið feli í sér gengisáhættu og meirihlutinn hafi neyðst að leita til þróunarbankans þar sem borginni standi hreinlega ekki til boða innlendir valkostir.

„Vegna slakrar fjármálastöðu borgarinnar verður að grípa til þessa örþrifaráðs. Reykjavíkurborg hefur að mestu fjármagnað fjárfestingar með útgáfu skuldabréfa á innlendum markaði. Þróunarbankinn lánar öllu jafna samfélögum sem eiga undir högg að sækja en hyggst nú veita lán til borgar sem hefur vanrækt að halda við skólabyggingum í áraraðir þrátt fyrir að geta talist velmegunarborg. Á þessu væri ekki þörf ef sveitarfélagi lánast að halda rétt á spilunum að vera fjárhagslega stöndugt.“

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, benti þó á að CEB veiti lán til samfélaga þar sem velmegun ríkir. T.d. hafi bæði Finnland og Svíþjóð tekið lán hjá bankanum svo dæmi séu tekin.

Segir í bókun Kolbrúnar: „Að borgin skuli vera nauðbeygð til að leita á náðir Þróunarbankans vegna viðhaldsskuldar á húsnæði borgarinnar er skýrt merki um skort á fyrirhyggju og skilvirkni í stjórnsýslunni og skorti á ábyrgri fjármálastjórnun.“

Einar tók fram að það sé þekkt staðreynd að sveitarfélög og ríkið hafi sett viðhaldsframkvæmdir á ís í kjölfar hrunsins. Nú sé verið að súpa seiðið af því.

Ekki ókeypis að taka lán

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi það sem hún telur vera gegndarlausa lántöku borgarinnar. Nú standi til að auka skuldir um rúmlega 200 milljarða á næstu fjórum árum. Þessu hafi Sjálfstæðismenn varað við árum saman.

„Það er ekki ókeypis að fá peninga að láni,“ sagði Hildur í ræðu sinni og kallar eftir því að borgin ráðist frekar í átak að greiða niður skuldir en að stefna á miklar fjárfestingar sem séu að mestu fjármagnaðar með lánum. Lánstraust borgarinnar innanlands sé ekki mikið. Það hafi sést seinast þegar reynt var að bjóða út skuldabréf þegar áhuginn var nánast enginn sem bendi til þess að íslenskur markaður hafi enga trú á rekstri borgarinnar. Fyrir utan það sé nú loks verið að ráðast í viðhald skóla sem þó hafi árum saman legið fyrir að liggi undir skemmdum með heilsuspillandi afleiðingum á bæði nemendur og starfsmenn.

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingar, fagnaði þó lántökunni þar sem borgin væri nú að dreifa áhættu lána sinna sem til þessa hafi verið tekin hér innanlands og bæði verið verðtryggð og borið vexti. Vaxtakjör séu mun betri í nágrannalöndum okkar og munurinn í raun sláandi. Við séum með fimmtu hæstu vexti í Evrópu og fyrir ofan okkur aðeins Tyrkland, Rússland, Úkraína og Belarus. Vissulega sé áhætta að taka lán í evrum en borgarbúar geti kennt um óstöðugri krónunni og óstöðugri efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokks.

Helgi Áss Grétarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, kallaði eftir betri útskýringu á hvernig gengisáhættunni verði mætt, en rétt er að taka fram að ekki liggur fyrir að svo stöddu hvaða vexti lánið mun bera þar sem um lánalínu er að ræða sem mun taka vexti þegar af henni verður dregið. Helgi minnti á Hellisheiðarvirkjun skömmu fyrir hrun og þau erlendu lán sem þá voru tekin. Þau hafi svo sannarlega komið og bitið borgina aftur í rassinn í hruninu.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri Grænna, sagði í bókun sinni að lántakan væri áhyggjuefni út af þeirri óvissu sem henni fylgir. Þessi óvissa geti bitnað á mennta- og velferðarmálum borgarinnar.

’„Það er dapurlegt að svona illa hafi verið haldið á spöðunum,“ sagði Líf og vísaði til þess að borgin hafi ekki um aðra kosti að velja en að leita til evrópsk þróunarbanka til að fjármagna nauðsynlegt viðhald. Réttara væri að borgin færi í naflaskoðun og hagræddi í rekstri sínum fremur en að stökkva út í aukna skuldsetningu.

Lántaka byggir á menntastefnu

Til að verjast gengisáhættu bendir meirihlutinn á að til dæmis sé hægt að gera gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamninga við innlenda viðskiptabanka og hafa þreyfingar um slíkt átt sér stað. Þá myndi borgin afhenda hluta lánsins í evrum til bankans og fær þá krónur í staðinn. Borgin greiði þá afborganir og fasta eða breytilega íslenska vexti til banka en fengi á móti greidda vexti og efborganir í evrum frá banka sem gengi á móti greiðslum til CEB.

Utanríkisráðherra Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sendi umsóknina til CEB fyrir hönd borgarinnar, reglum samkvæmt. Í bréfi hennar segir að lánsgrundvöllur séu aðgerðir á sviðið menntunar og tómstunda.

Í erindi borgarstjóra, Einars Þorsteinssonar, til CEB, segir að viðhaldsátakið sé í samræmi við menntastefnu borgarinnar til ársins 2020. Samkvæmt greinargerð eru það leikskólabörn, grunnskólabörn, ungmenni, börn innflytjenda og flóttamanna sem munu njóta góðs af átakinu. Nefnd eru sérstaklega flóttabörn frá Úkraínu og þau börn sem hafa þurft að leita til borgarinnar frá Grindavík út af eldgosum.

skipt í fimm forgangslista eftir nauðsyn viðhalds. Þar er Laugardalurinn efstur á blaði, þá Háaleiti og Bústaðir, Breiðholt og Grafarvogur. 36 byggingar eru metnar í fyrsta forgangi, 28 í öðrum, 27 í þriðja og svo 37 í fjórða og fimmta forgang.

Nefndir eru sex grunnskólar sem þurfa bæði viðbyggingu og viðhald en þeir eru Laugarnesskóli; Langholtsskóli; Hagaskóli; Melaskóli; Réttarholtsskóli og Laugalækjarskóli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hjálmtýr gagnrýnir Birgi – Sögurnar hafi þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum

Hjálmtýr gagnrýnir Birgi – Sögurnar hafi þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi æpti á Bjarna og sagði hann gera þing og þjóð að athlægi – „Hvað er þessi stjórnarandstaða að reyna“

Logi æpti á Bjarna og sagði hann gera þing og þjóð að athlægi – „Hvað er þessi stjórnarandstaða að reyna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýr flugvöllur gæti kostað 300 til 500 milljarða

Nýr flugvöllur gæti kostað 300 til 500 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi vill róttækari VG

Guðmundur Ingi vill róttækari VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir