fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
Eyjan

Guðmundur Ingi vill róttækari VG

Eyjan
Mánudaginn 10. júní 2024 09:00

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er starfandi formaður VG.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun október fer landsfundur VG fram í Reykjavík. Þar verður ný forysta kjörin og stefnumörkun mun fara fram. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður flokksins, segist vilja gera flokkinn róttækari.

Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag. Þar er haft eftir Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur, varaformanni VG, að enn liggi ekki fyrir hvort einhverjir séu að íhuga formannsframboð. Hún sagði að fólk sé að hugsa málið og máta sig við breyttar aðstæður.

Hún sagði að nú verði að halda áfram og mikilvægt sé að ráðast í innri endurskoðun hreyfingarinnar. Væntanlega muni nýjar áherslur fylgja nýrri forystu.

Guðmundur Ingi sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vera búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram til formanns.

Hvað varðar stefnu flokksins sagði hann að hún sé byggt á félagslegu réttlæti, umhverfisvernd, friðarhyggju, mannréttindamálum og kvenfrelsi og hafi mikill árangur náðst í þessum málaflokkum en það þurfi að taka stöðuna hjá grasrót flokksins. „Já, ég tel að við þurfum að taka samtalið inni í grasrótinni og sjá hvert fólk vill að VG stefni núna fyrir næstu kosningar, leita svolítið í ræturnar og erindi í pólitíkinni. Ég er þeirra skoðunar að það þurfi að vera til vinstri og það þurfi að vera enn þá meira í áttina að róttækari umhverfisstefnu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hjálmtýr gagnrýnir Birgi – Sögurnar hafi þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum

Hjálmtýr gagnrýnir Birgi – Sögurnar hafi þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi æpti á Bjarna og sagði hann gera þing og þjóð að athlægi – „Hvað er þessi stjórnarandstaða að reyna“

Logi æpti á Bjarna og sagði hann gera þing og þjóð að athlægi – „Hvað er þessi stjórnarandstaða að reyna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýr flugvöllur gæti kostað 300 til 500 milljarða

Nýr flugvöllur gæti kostað 300 til 500 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skóli þarfnast aðgreiningar

Björn Jón skrifar: Skóli þarfnast aðgreiningar