fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
Eyjan

Gunnar Dan skrifar: Bill Wilson, stofnandi AA lék sér með hugvíkkandi efni

Eyjan
Mánudaginn 10. júní 2024 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein eftir Gunnar Dan Wiium:

Í dag 10 júní, er 89 ára stofndagur AA samtakanna. 10. júní 1935 var dagurinn sem langt gengin alkóhólistinn Robert Holbrook Smith náði að skríða inn í edrúmennsku sem hann hélt til dauðadags. Robert, sem er þekktur sem Dr. Bob var alkóhólisti nr 2 en það að einn alkóhólisti var farin að hjálpa öðrum markaði þáttaskil í báráttunni við alkóhólisma og því er þessi dagur sá sem er skilgreindur sem stofndagur AA samtakanna, félagsskap sem svo margir æ síðan hafi notið góðs af.

Rúmlega hálfu ári áður en það rann af Dr. Bob náði alkóhólisti nr 1, William Griffith Wilson að komast í edrúmennsku með hjálp góðra manna og úrræðum þeirra. William Griffith Wilson sem er þekktur sem Bill W. hafði reynt öll þekkt úrræði á þeim tíma var komin á lokastig sjúkdómsins alkóhólisma þegar hann svo sá ljósið 11 desember 1934 í áfengismeðferð undir handleiðslu William Duncan Silkworth, þekktur sem Dr. Silkworth sem er einn af mikilvægustu hlekkjum þeirrar atburðarrásar sem leiddu til þess að AA samtökin urðu til.

Atburðarásin sem leiddi Bill W. inn á sjúkrarúm Town hospital þarna í byrjun desember 1934 er löng og áhugaverð og spannar milli heimsálfa en sú saga verður að bíða í annan langhund því það sem ég ætlaði mér að ávarpa hér er svolítið annað.

Nokkrum árum eftir að Bill og Bob verða edrú og eru meðlimir þessara samtaka sem um ræðir farnir að skipta nokkrum hundruðum. Eftir aðferðum sem eru þekktar í dag sem 12 spora leiðin hjálpar einn alkóhólisti öðrum og í fyrsta skiptið náðist sjáanlegur árangur í lækningu við alkóhólisma. Árið 1938 skrifuðu svo þessir fyrstu meðlimir samtakana AA bókina sem er eflaust ein af mest prentuðu bók allra tíma á eftir Biblíunni og tilvitnunum Mao Tse-tung formanns. Í AA bókinni eða Alcoholics Anonymous eins og hún heitir á frummáli lýsir Bill W. þeirra reynslu sem hann varð fyrir 11 desember á sjúkrarúminu á Town hospital, reynsla sem breytti lífi hans.

Bugaður á sál og líkama bað hann æðri máttarvöld um hjálp við að losna undan ánauð bakkusar og “kraftaverkið” gerðist. Hann lýsir reynslunni þannig að það hafi verið sem honum hefði verið lyft upp í hæðir og að það sé sem hann hafi staðið á fjallstind. Öll birta heimsins umlék hann og mikil vindur blés um hann. Hann segir að vindurinn hafi ekki blásið lofti heldur heilögum anda og úr þessari reynslu kom hann til baka sem breyttur og frjáls maður.

Í þessa sögu er oft vitnað í alka á milli hvort sem sé á 12 spora fundum eða bara manna á milli þar sem einn alkóhólisti hjálpar öðrum alkóhólista. Það sem hinsvegar kemur ekki fram í þessari umræddu bók er ástandið sem Bill W. var í þegar að hann verður fyrir þessari sterku andlegu reynslu sem breytti allri hans sýn og viðhorfum. Málið er að 11 desember 1934 er hann varð þessari reynslu aðnjótandi var hann á sínum 3 degi í innlögn og einnig á sínum 3 degi í svokallaðri Towns Lambert meðhöndlun sem innihélt meðal annars tvö mjög hugvíkkandi efni, Belladonna og Henbane sem eru plöntuefni sem valda miklum vímuáhrifum séu þau tekin í viðeigandi magni.

Þessar sögulegu staðreyndir þykja algjört tabú innan 12 spora samfélagsins. Ítrekað hefur verið reynt að gera lítið úr eða véfengja þessar staðreyndir um sjálfan stofnanda AA samtakana, sjálfan Bill Wilson og tala nú ekki um hans nær 15 ára löngu tilraunir með góðvini sínum og metsölurithöfundi Aldous Huxley með LSD undir handleiðslu Gerald Heard og Dr. Sidney Cohen en Gerald Heard var til langs tíma einskonar mentor eða andlegur ráðgjafi Bill W.

Áralangar tilraunir Bill W. með LSD voru til þess að upplifa aftur þessa reynslu sem hann hafði orðið fyrir þarna á Town hospital sem og að vinna bug á eða finna leið með að vinna á alvarlegu þunglyndi sem hann hafði þjáðst af þessi fyrstu 20 ár edrúmennsku sinnar. Þunglyndið sagði hann þó seinna meir að aldrei hafi horfið alveg með hjálp LSD en hann náði samt sem áður að finna leiðir til að sjá og upplifa sjálfan sig í skýrara ljósi og lifa með þunglyndi sem þýddi að það missti mátt sinn verulega í lífi hans.

Fyrsta skiptið sem Bill W. notaði LSD var tekið upp á hljóðfilmu en þær upptökur eru glataðar en handrit var tekið af upptökunni og það fyrsta sem hann sagði þegar áhrifin voru byrjuð að gera vart sig var, “fólk ætti að hætta að taka öllu svona alvarlega”. Alveg ótrúlega viðeigandi skilaboð til okkar sem lifum og hrærumst í ótta við pólitískan rétttrúnað, ótta við að verða dæmd fyrir að samræmast ekki því sem fjöldinn segir okkur að sé viðeigandi eða rétt. Það er ósköp eðlilegt en á sama stað kol óheilbrigt þar sem við fyrir vikið hunsum eigið innsæi og verðum af þeirri reynslu sem felst í að vera sjálfum okkur samkvæm, hugrökk og með vissu og staðfestu í hjarta um að heimurinn sé okkur raunverulega öruggur og vinveittur.

Ástæða þess að ég er skrifa þessa grein er ekki bara til fræða fólk um þennan stórkostlega félagsskap sem AA er heldur vill ég einnig vekja athygli á möguleikum hugvíkkandi efna í þessu samhengi. Ég er ekki að halda því fram að um einhverja töfralausn sem um að ræða en ég er að sjá fólk með alvarlegar fíknisögur ná stórkostlegum árangri með hjálp þessara efna og þá ýmist í smáskammta formi sem og í leiddum full skammta meðferðum eða serómónium.

Ég er að sjá fólk sækja undirbúningsnámskeið sem leidd eru af sálfræðingum, námskeið þar sem viðkomandi eru undirbúin fyrir ferðalag sem svo eru leidd af aðilum sem sérhæfa sig í þeim. Ég er ekki að halda því fram að þessir einstaklingar gangi svo burt frá 12 spora leiðinni og hætti “prógrammi”, þvert á móti en það sem þessi ferðalög virðast gera er að auka á sköpun hvað varðar tengingu við æðri mátt eða Guð samkvæmt skilningi hvers og eins og einnig er óhætt að segja að þessir einstaklingar virðast ná að komast á staði í vitund sinni sem voru þeim áður óaðgengilegir, staðir fullir af sillum og skúmaskotum þar sem afleiðingar áfalla liggja og rotna i myrkrinu. Þessar afleiðingar hefur ferðalangurinn tækifæri til að vinna með, endurforrita með því að kasta burt þeirri neikvæðri orku sem virkar sem uppsretta þjáninga margra kynslóða. Ég er að sjá að rými fyrir andlegan og félagslegan þroska eykst og maðurinn upplifir fyrir vikið aukna gleði og aukið frelsi.

Sjálfur hef ég einungis notast við smáskömmtun á Psilosybin svepp um nokkura ára skeið með frábærum árangri samhliða minni edrúmennsku. Lögmálið sem ég er að upplifa hjá sjálfum mér og sjá hjá mörgum öðrum er að því lengur sem ég tek sveppinn því minna og sjaldnar tek ég hann, ólíkt öðrum kemískum efnum sem stór hluti þjóðarinnar tekur við þunglyndi, kvíða, athyglisbrest osfvr. Þar sé ég skammtinn aukin og svo er skipt um eitt lyf fyrir annað því alltaf snýst tímabundin kemísk lausn upp í andhverfu sína og meira að segja eru endalokin oft svo slæm og dimm að tilfellin enda með dauða. Hræðilegt ástand í samfélaginu sem ég finn fyrir gríðarlegum vanmætti gagnvart.

Þó svo að það sé ekki algengt upplifi ég samt sem áður mikla fordóma og að sögur fara á kreik um að ég sé á fallbraut og þess vegna komin í kafneyslu þegar staðreynd málsins er sú að þann 17 júní næstkomandi fagna ég 8 ára edrúmennsku. Þessar sögur um föll og fallbrautir hef ég öðru hverju heyrt um sjálfan mig í nokkur ár. Undir venjulegum kringumstæðum snerta þær mig ekki og vekja ekki upp nein tilfinningarleg viðbrögð því í botn og grunn veit ég hver og hvar ég er, en tilfelli hafa komið upp þar sem vinir innan edrúsamfélagsins afneita og slaufa vinskap á þeim rökum að ég sé með ranghugmyndir og sé á leið glötunar og í þeim tilfellum verð ég að viðurkenna að mér sárnar. Samt sem áður, veit ég að engin meinar neitt íllt með svona framkomu heldur lít ég svo á að aðeins er um fáfræði og fordóma að ræða.

Svona í lokin langar mér að vitna í texta aftast úr AA bókinni. Þar er viðauki sem nefndur er viðauki tvö. Í lok viðaukans er vitnað í Herbert Spencer sem var breskur heimspekingur, líffræðingur og rithöfundur. Tilvitnunin er svo hljóðandi.

“Til er sú afstaða sem virðir allan fróðleik að vettugi, hunsar öll rök og festir manninn ætíð í kviksyndi fáviskunar ævina á enda. Þetta er sú afstaða að vera á móti einhverju án þess að hafa kynnt sér það”

Höfundur. Gunnar Dan Wiium, verslunarstjóri, umboðsmaður, hlaðvarpsstjórnandi Þvottahússins og Hampkastsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hjálmtýr gagnrýnir Birgi – Sögurnar hafi þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum

Hjálmtýr gagnrýnir Birgi – Sögurnar hafi þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Hvalamálið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Logi æpti á Bjarna og sagði hann gera þing og þjóð að athlægi – „Hvað er þessi stjórnarandstaða að reyna“

Logi æpti á Bjarna og sagði hann gera þing og þjóð að athlægi – „Hvað er þessi stjórnarandstaða að reyna“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Nýr flugvöllur gæti kostað 300 til 500 milljarða

Nýr flugvöllur gæti kostað 300 til 500 milljarða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?

Hvað segja lögin umdeildu sem Bjarkey segir binda hendur sínar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?

Orðið á götunni: Er landbúnaður atvinnugrein eða lífsstíll?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir

Leigumarkaður: Leigufélagið Bríet sagt spillingarbæli Framsóknar sem fari verr með leigjendur en Heimavellir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skóli þarfnast aðgreiningar

Björn Jón skrifar: Skóli þarfnast aðgreiningar