fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 28. apríl 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kemur að verðbólgumælingum Hagstofunnar og vaxtaákvörðunum Seðlabankans eru seðlabankamenn eins og hundur sem eltir skottið á sér. Vaxtahækkanir Seðlabankans fara beint inn í húsnæðislið neysluvísitölunnar og valda beint hækkun á henni og þar með verðbólgunni. Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital, er gestur Ólafs Arnarsonar í Markaðnum á Eyjunni.

Markadurinn - Snorri Jakobsson -3.mp4
play-sharp-fill

Markadurinn - Snorri Jakobsson -3.mp4

„Helsti vandinn núna er fasteignamarkaðurinn og hærri vextir eru ekkert að hjálpa Seðlabankanum á fasteignamarkaðnum. Þvert á móti,“ segir Snorri.

Hann segir gríðarlegan mun vera á verðbólgunni eins og hún er mæld hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og þeirri sem Hagstofan reiknar í vísitölu neysluverðs, sem inniheldur reiknaða húsaleigu. Verðbólgan væri umtalsvert lægri ef fasteignaverð væri notað beint inn í vísitöluna en ekki hin svonefnda reiknaða húsaleiga.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:

„Með þessari aðferðafræði sem Hagstofan notar, þá ef vextirnir hækka þá hækkar fasteignaverð sem þýðir að þegar Seðlabankinn hefur verið að hækka vexti mjög mikið þá hefur verðbólgan verið að mælast um einu prósentustigi hærri.“ Snorri segir þetta vera eingöngu vegna þeirra útreikninga sem Hagstofan notar.

Snorri segir aðferð Hagstofunnar vera galna. „Ég benti á þetta fyrir 20 árum og æsti starfsmenn Seðlabankans mjög mikið upp, þeir voru eins og hundur sem eltir skottið á sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum

Björn Jón skrifar: Af valkyrjum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins

Orðið á götunni: Óttinn við stjórnarmyndun valkyrja fer vaxandi hjá valdaöflum – brýnt að fram fari úttekt á slæmri stöðu þjóðarbúsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi

Hvað fór fram á fundi Trudeau og Trump? – Tvær ólíkar útgáfur á sveimi
Hide picture