Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, ætlar að tilkynna ákvörðun sína um hvort hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands í síðasta lagi í næstu viku.
Greinir hún frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum.
Halla Hrund hefur á undanförnum vikum verið sterklega orðuð við framboð og bætast þar með við nokkuð stóran hóp frambjóðanda.
„Ég vil byrja á því að þakka innilega fyrir allar þær hlýju kveðjur, hvatningarorð og símtöl sem ég hef móttekið að undanförnu,“ segir Halla í stuttri færslu. „Orðin yljuðu sannarlega í frosthörkunni í sveitinni. Við fjölskyldan fórum yfir málið og ég hlakka til að segja frá niðurstöðunni fljótlega – í síðasta lagi í næstu viku. Meira síðar. Hjartans þakkir, Halla Hrund.“