fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Eyjan

Trump notar gamalkunnugt bragð í baráttunni við Nikki Haley

Eyjan
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 18:00

Nikki Haley. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kannski ætti Nikki Haley að nota aðferðina sem Ronald Reagan, sem sigraði í bandarísku forsetakosningum 1980 með yfirburðum, notaði. Í lokakappræðum frambjóðenda í sjónvarpi þann 28. október það ár stóð hann allar árásir Jimmy Carter, sitjandi forseta, af sér með því að vera svellkaldur og segja með umburðarlyndu brosi á vör: „Þá byrjar þú enn á ný.“

Haley, sem tekst á við Donald Trump um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í haust, gæti kannski notað þessa aðferð til að takast á við Trump sem hefur tekið upp gamla siði og uppnefnir Haley og dreifir ótrúlegum samsæriskenningum um hana.

Árum saman réðst hann á Barack Obama, fyrrum forseta, og sagði hann vera fæddan í Kenía. Nú er hann farinn að segja að Haley sé ekki sannur Bandaríkjamaður en hún er dóttir indverskra innflytjenda en fædd í Bandaríkjunum.

Í tengslum við forvalið í New Hampshire nýlega sáði Trump efasemdum á samfélagsmiðlum um hvort Haley sé kjörgeng. Byggir hann þetta á skýrslu af heimasíðunni The Gateway Pundit, sem er þekkt fyrir að birta samsæriskenningar. Í skýrslunni er því ranglega haldið fram að Haley megi ekki gegna embætti forseta því indverskir foreldrar hennar hafi ekki verið bandarískir ríkisborgarar þegar hún fæddist í Suður-Karólínu.

Staðreyndin er að um leið og Haley fæddist í Suður-Karólínu varð hún bandarískur ríkisborgari. Hún uppfyllir því skilyrði stjórnarskrárinnar um að frambjóðandi verði að hafa fæðst sem bandarískur ríkisborgari, annað hvort í Bandaríkjunum eða barn bandarískra foreldra, vera orðin 35 ára og að hafa búið í Bandaríkjunum í minnst 14 ár.

Haley fæddist í janúar 1972 og fékk nafnið Nimarata Nikki Randhawa. Hún notar millinafn sitt og eftirnafn eiginmanns síns, Michael Haley, en Trump kýs að nota indverskt hljómandi skírnarnafn hennar, Nimarata. Ekki er enn hægt að segja hvort þetta skili honum einhverjum ávinningi eða muni koma honum í koll. Trump virðist sjálfur fullviss um að ef hann endurtaki staðlausar fullyrðingar sínar nógu oft muni það sá svo miklum efasemdum að einhverjir kjósendur muni að lokum trúa honum.

CNN telur að markmiðið með móðgunum og uppnefnum sé að reyna að láta andstæðingana virðast öðruvísi en þeir hvítu kjósendur, sem eru allsráðandi í Repúblikanaflokknum, sem Trump treystir á. Það er látið hanga í loftinu að andstæðingarnir séu ekki sannir Bandaríkjamenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir hættulega galla vera á örorkufrumvarpinu – „Í ákveðnum tilvikum munu árstekjur öryrkja lækka“

Segir hættulega galla vera á örorkufrumvarpinu – „Í ákveðnum tilvikum munu árstekjur öryrkja lækka“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði