fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
Eyjan

Segir stefnulausa og sundraða ríkisstjórn hunsa hag almennings – fjármálastjórnin valdi rússnesku vaxtastigi

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 16. september 2023 15:00

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir raunveruleikann sýna allt aðra mynd en ríkisstjórnin hafi dregið upp.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina hafa skilið millistéttina eftir á berangri með óábyrgri og stefnulausri fjármálastjórn. Óábyrg fjármálastjórn valdi því að eftir 14 vaxtahækkanir sé vaxtastigið hér orðið rússneskt. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Eyjunni.

„Þegar fjármálaráðherra kynnti fjárlög fyrir 2023 spurðum við í Viðreisn hvort hann teldi að fjárlögin myndu hafa jákvæð áhrif á vaxtastigið í landinu. Í ár spyrjum við aftur sömu spurningar. Svarið er að þau gera það ekki. Það sem meira er þá er ekki einu sinni að finna í frumvarpinu nokkurt markmið um árangur við að ná niður verðbólgu. Skýr skilaboð hvað það varðar myndi hafa áhrif á verðbólguvæntingar. Reyndar hafði fjárlagafrumvarpið neikvæð áhrif á verðbólguvæntingar sem sjást í því að markaðurinn sýndi rautt daginn eftir kynningu fjármálaráðherra á frumvarpinu. Það segir mikla sögu,“ skrifar Þorbjörg Sigríður.

Hún segir stjórnvöld verða að sýna forystu í ástandi sem þessu og vera skýr um stefnu sem og um markmið aðgerða. Það hafi Viðreisn við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2023. „Þá lögðum við fram tillögur til að verja millistéttina í gegnum vaxta- og húsnæðisbótakerfið og með greiðslum barnabóta. Við lögðum ein fram hagræðingartillögur sem beindust að því að fara betur með fjármuni í stjórnsýslunni, að ráðuneytum yrði aftur fækkað og skuldir ríkisins yrðu greiddar niður um 20 milljarða á árinu. Við lögðum til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Allar okkar tillögur spegluðu þá hugmyndafræði að sýna ábyrgð í efnahagsmálum og trúverðugar tillögur í velferðarmálum.“

Háskattalandið Ísland

Þorbjörg bendir á að á árinu 2021 námu skatttekjur hins opinbera að viðbættu framlagi í lífeyrissjóði nær 45% af landsframleiðslu samkvæmt gögnum OECD. Aðeins Danmörk var hærri á þessum mælikvarða. Við þurfum að taka sjóðasöfnun lífeyrissjóða með í reikningsdæmið vegna þess að mörg lönd fjármagna lífeyriskerfin sín með gegnumstreymi.

Það er merkilega lítil umræða um hversu háir skattar eru á Íslandi eða hvernig á því stendur að háir skattar skila engu að síður heilbrigðisþjónustu sem einkennist fyrst og fremst af biðlistum. Svo hár skattur á að skila heilbrigðum opinberum rekstri og sterkri velferð sem stenst samanburð við kerfi Norðurlandanna. Svo er einfaldlega ekki.

Vaxtakostnaður ríkisins á næsta ári verður 111 milljarðar, fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Þess vegna gengur það ekki upp í umræðu um fjárlög og stöðu ríkisins að ræða ekki skuldir eða kostnað af skuldum. Ríkið er að þessu leyti í sambærilegri stöðu og heimilin á Íslandi. Það er vaxtakostnaðurinn sem er að fara með ríkissjóð.“

Velferð og hagstjórn

Hún segir fjárfestingu stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. „Getur verið að þessi ævintýralegi vaxtakostnaður hafi áhrif á getu stjórnvalda til að fjárfesta í heilbrigðisþjónustu og innviðum? Svarið blasir auðvitað við.

Getur verið að stjórnvöld séu ófær um að nýta skattfé almennings betur og forgangsraða meðan öll orka fer í innbyrðis erjur? Auðvitað. Landsmenn eiga skilið ábyrgari hagstjórn og skynsamari velferðarstefnu. Ábyrg hagstjórn snýst um að sýna hófsemi í skattlagningu og að fara vel með fjármuni almennings. Skynsöm velferðarstefna snýst um að forgangsraða fjárfestingum í þágu heilbrigðismála og almannahagsmuna. Fyrir það stendur Viðreisn.“

Grein Þorbjargar Sigríðar í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Krefst þess að forsætisráðherra fordæmi misnotkun VG-liða á hatursorðræðu – „Vinstri grænir vilja fyrst og fremst auka eigin völd“

Krefst þess að forsætisráðherra fordæmi misnotkun VG-liða á hatursorðræðu – „Vinstri grænir vilja fyrst og fremst auka eigin völd“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru