fbpx
Fimmtudagur 06.júní 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjalti litli

Eyjan
Laugardaginn 29. júlí 2023 07:30

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hlustaði á dögunum á hrifnæman bókmenntamann spjalla um ástarævintýri þeirra Önnu Vigfúsdóttur húsfreyju að Stóru Borg og Hjalta Magnússonar smala. Hann ræddi um sögulega skáldsögu Jóns Trausta um þetta 16du aldar ástarævintýri..

Anna var stórættuð kona um þrítugt þegar samband hennar og Hjalta hófst. Hann var einungis 15 ára svo að mikill munur var á þeim í aldri og þroska og allri aðstöðu. Hún tilheyrði hinni íslensku yfirstétt en hann var af fátækum alþýðuættum. Þau fóru að sofa saman og eignuðust fljótlega barn sem olli mikilli hneykslan og reiði meðal ættmenna Önnu enda um hórdómsbrot að ræða. Allt var gert til að stía þeim í sundur en hún hjálpaði Hjalta að flýja og setjast að í helli undir Eyjafjöllum. Þar dvaldist Hjalti í nokkra áratugi og Anna heimsótti hann reglulega og eignuðust þau saman átta börn sem ólust upp hjá móður sinni. Margir hafa túlkað þetta mál sem hjartnæma ástarsögu.

Ég tel hins vegar að Hjalti hafi verið þolandi kynferðisofbeldis í þessu máli. Anna fer að sofa hjá óhörðnuðum unglingi og felur hann í afskekktum helli og misnotar hann kynferðislega. Hjalti er eiginlega kynlífsþræll Önnu í hellinum, einmana og afskiptur og fjarri mannlegu samfélagi.

Þau Hjalti og Anna eiga mikinn fjölda afkomenda sem getin voru í þessari ánauð. Ég tel að þau öll eigi rétt á afsökunarbeiðni yfirvalda vegna þessarar meðferðar sem fékk að viðgangast. Það er löngu tímabært að hann fái uppreisn æru og samfélagið viðurkenni að honum var haldið nauðugum í hellinum sem kynlífsþræli fyrir fullorðna og graða höfðingjafrú. Sveitarfélagið ætti að setja upp minningarskjöld til að minnast þessara dapurlegu örlaga smalans sem varð kynlífsleikfang á afskekktum stað sem kallaðist því kaldhæðna og mótsagnakennda nafni Paradísarhellir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar: Snillingar í lágkúrunni

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar: Snillingar í lágkúrunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: „Geislavirka“ fórnarlambið, Katrín Jakobsdóttir

Svarthöfði skrifar: „Geislavirka“ fórnarlambið, Katrín Jakobsdóttir
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
EyjanFastir pennar
02.05.2024

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga

Svarthöfði skrifar: Ofurminni gamals þjóðarleiðtoga
EyjanFastir pennar
02.05.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
EyjanFastir pennar
25.04.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
EyjanFastir pennar
21.04.2024

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja